Aðalréttir (Main Courses), MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses), MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

“1001 nótt” smoothie skál

Það eru örugglega einhverjir sem þekkja nafnið en þessi smoothie skál er innblásin af smoothie af matseðlinum hjá ísey skyrbar. Þetta er smoothie sem er vinsæll á heimilinu en það getur verið dýrt að kaupa tilbúinn smoothie fyrir 4 manna fjölskyldu oft í mánuði.

Í smoothieinn er notaður eplasafi úr kreistum eplum en til einföldunar höfum við hér heima haldið okkur við eitt eldhústæki til að græja fram þennan smoothie og notað heila appelsínu í staðinn fyrir eplasafa og það kemur alls ekki niður á bragðinu.

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

3 hráefna suðrænn smoothie

Margir velja að nota ávaxtasafa í smoothie-inn sinn sem getur verið alveg ofboðslega gott. Safar geta þó verið mjög mismunandi með tilliti til gæða og margir þeirra úr þykkni.

Ég ákvað að prófa að nota suðrænan safa frá Beutelsbacher til að gera suðrænan smoothie. Safinn er alveg fáránlega góður einn og sér og hefur þykka áferð sem ég fíla. Safinn er 100% lífrænn, ekki búinn til úr þykkni, pressaður í upprunalandi til að viðhalda gæðum og næringarinnihaldi og hlaut viðurkenningu á lífrænni sýningu í Kaupmannahöfn fyrir bestu þýsku vöruna.... Þetta er safi sem ber með sér virðingu og verðskuldað orðspor í brans

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Bleik engiferskot

Bleik engiferskot, þau þurfa alls ekki að vera bleik en mér finnst það skemmtilegra. Ég djúsa svo oft rauðrófur og til að fá bleika litinn vel ég að gera engiferskot í djúsvélinni beint á eftir rauðrófunum til að fá smá bleikan lit, það hefur engin áhrif á bragðið. Ég elska að eiga engiferskot í frysti og ég nota þau beint útí heitt vatn á morgnanna eða útí smoothie eða smoothieskálar sem er eiginlega nýja uppáhaldið mitt. Einn frosinn engifermoli útí blenderinn með hinu sem á að fara í smoothieskálina og hún verður extra fersk og það besta við það er að maður kemst upp með að setja meira af t.d. grænni ofurfæðu útí skálina þar sem engiferinn núllar bragðið út einhvernegin.

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL, Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL, Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir

Heslihnetukubbar

Hér er á ferð ótrúlega einfalt hnetunammi, sennilega það fljótlegasta þar sem maður klessir því bara í form og sker það svo í kubba eftir kælingu. Kakósmjörið gerir það að verkum að þeir harðna í frysti og tolla saman. Ég viðurkenni að í hvert sinn sem ég hef gert þá hugsa ég alltaf um það hversu skemmtilegir þeir væru á svona bakka með berjum, kókoskúlum og kannski kasjúosti og grænmeti, þið vitið svona í partýbakka. Ég hef aldrei náð svo langt þar sem þeir hverfa áður en ég næ að gera ostinn eða kaupa berin en þetta er allavega hugmynd svona ef einhver er að fara að halda partý.

Read More
Eftirréttir & annað sætt, MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir Eftirréttir & annað sætt, MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Pekanhnetukúlur með möndlusmjöri og kanil

Ég er yfirleitt þessi ofurskynsama týpa sem tekur sér langan tíma í að taka “stórar” ákvarðanir…. Ég hef svo sannarlega fengið hressliega áminningu um að lífið er núna og ég ákvað til tilbreytingar að vera frekar spontant (og mögulega óskynsöm, það á eftir að koma í ljós seinna) og keypti tæplega 30 ára gamlan húsbíl. Okkur hefur lengi dreymt um að ferðast um á “van” eða einhverskonar húsbíl um Svíþjóð svo þetta var ekki alveg útí bláinn hugmynd og vonandi fyrsta skrefið í að láta drauminn rætast. Húsbíll hefur þa

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Heimagerð lífræn möndlujógúrt

Ég hef reynt að borða sem mest basískt síðustu mánuði og möndlur hafa verið í uppáhaldi þar sem þær eru basískar. Ég geri möndlumjólk í hverri viku og langaði að prófa að gera jógúrt úr henni. Fyrstu tilraunir gáfu rosalega lítið hlutfall af þykkri jógúrt og mun meira af þunnum vökva eftir gerjunina. Það þýddi því ekki að hræra það saman nema vera með eitthvað til að binda. Ég prófaði mig áfram með chia en það varð bara alls ekki eins og ég vildi hafa það. Fyrr í vor sat ég fyrirlestra hjá náttúrulækni frá Perú þar sem hann talaði meðal annars um ýmsar jurtir og nefndi þar Tara gum sem er notað til þykkja ýmislegt…. það fyrsta sem ég hugsaði var Möndlujórtin!! Ég yrði að prófa að nota það til að þykkja hana og nýta hráefnið betur. Vá hvað þetta er magnað efni, 100% náttúrulegt og loksins varð jógúrtin eins og ég vildi hafa hana! Þetta er búið að vera skemmtilegt tilraunaverkefni og mun ég svo sannarlega gera þessa aftur og aftur og aftur. Vegan, basísk og lífræn jógúrt algjörlega án allra aukaefna.

Read More
Aðalréttir (Main Courses), MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses), MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Spírusamloka með tahini og sinnepi

Samlokur eru sennilega smurðar á flestum heimilum og afhverju ekki að setja spírur inní þær til að gera þær næringaríkari og bústa upp ensím- og vítamínbúskapinn? Það er mjög sniðug leið til að koma spírum inní daginn. Svo er fjölbreytileiki spíra líka skemmtilegur og gefur ólíkt bragð eftir ólíkum spírum, sumar eru nokkuð hlutlausar og aðrar með skemmtilegan karakter, veldu t.d. blaðlauksspírur fyrir smá laukbragð eða radísuspírur til að gera hana smá spicy.

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Bleik dreka skál

Smoothie skálar eru í miklu uppáhaldi á mínu heimili og krakkarnir kalla þær “ís”. Við gerum okkur gjarnan smoothie skál eftir leikskóla og veljum okkur eitthvað gott til að toppa skálina með. Sjálf get ég borðað smoothieskál sem morgun-, hádegis-, eða kvöldmat á hvaða árstíma sem er, ég bara elska allt við þær. Frábær leið til að borða ávexti og ber og ekki skemmir fyrir hversu fljótlegt og einfalt er að græja þær og uppvaskið lítið.

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Gulrótarsafi með ananas og túrmerik

Ég vona innilega að þú eigir djúsvél því mér finnst orðið svo ótrúlega gaman að mynda nýpressaðan djús. Ég er svo heilluð af svona einstaklega tærum og sterkum lit. En ferskur djús er líka orðinn fastur liður hjá mér á hverjum degi og þá er svo skemmtilegt að prófa nýjar samsetmningar. Hér kemur gulrótarsafi með sellerí, ananas, engifer, túrmerik og sítrónu. Mögulega er aðeins of langt síðan ég borðaði sykur EN þessi djússamsetning framkallaði bragð sem minnti mig í stutta stund á karamellu. Bragðið kom svo sannarlega á óvart og ég get engan vegin skilið hvaða galdrar áttu sér stað í vélinni minni.

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Grænn og basískur

Mér finnst gott að byrja daginn á einhverju vel grænu og fersku. Margir kannast við að fólk drekki vatn með sítrónu á morgnanna meðal annars til að koma kerfinu af stað en sítrónuvatn hefur einnig þau áhrif að hækka ph gildi vatnsins sem hefur góð áhrif á líkamann. Þessi drykkur gerir einmitt það sama auk þess að við fáum styrkjandi blaðgrænu sem eflir lifrina við að skila út eiturefnum og steinefnasölt og

Read More

Möndlukurl, salatkurl eða máltíðarkurl sem gefur máltíðinni þetta litla extra

Salatkurl er akkurat það sem þarf til að poppa upp hvaða salat sem er. Já eða í raun hvaða máltíð sem er, það er nefninlega líka gott t.d. útá dahl, súpur eða aðra pottrétti. Ég á nánast alltaf svona í krukku uppí hyllu. Ég nota þetta sérstaklega mikið á salöt þessa dagana bæði til að upphefja brögðin úr salatinu þar sem það er salt í kurlinu, en einnig til að bæta við auka fitu og skemmtilegu crunchi. Þetta er einmitt frábær leið til að bæta við látlausum kaloríum eða ofurfæðu og gera salatið meira saðsamt og fjölbreytt af næringu.

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Heimagerð möndlumjólk með kanil og vanillu

Hver er besta jurtamjólkin? Tegundirnar eru orðnar margar sem hægt er að kaupa útí búð sem er frábært og margar hverjar mjög góðar. Að mínu mati er þó engin sem toppar heimagerða möndlumjólk og ef þú hefur gert hana einu sinni er mjög líklegt að þú gerir hana aftur… og aftur.

Það besta við heimagerða möndlumjólk er að þú veist nákvæmlega hvað er í henni og þú getur bragðbætt hana eins og þú vilt.

Hér er ein með kanil, vanillu og döðlu til að sæta. Hún er æðisleg ein og sér, útá grautinn, í smoothieinn eða til að nota á over nigh oats.

Möndlurnar eru lagðar í bleyti yfir nótt og er það til að vekja þær, það gerir næringarefnin aðgengilegri og auðveldari í upptöku. Hýðið er síðan fjarlægt en við það verða möndlurnar auðmeltanlegri ásamt því að mjólkin fær þessa fallegu hvítu áferð. Það þarf ekki að fjarlægja hýðið og vissulega inniheldur það næringarefni en talað er um að það innihaldi einnig tannin sem getur dregið úr upptöku næringarefnanna og verða þær einnig tormeltanlegri. Fyrir litla kroppa myndi ég mæla með að fjarlægja hýðið og þá myndi ég segja að þetta sé hin fullkomna krílamjólk sem inniheldur kalk, magnesíum, kalíum og er fiturík en þó laus við alla mettaða fitu.

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Brauðbollur með rjómaosti og hörfræjum

Súpubollurnar sem mamma fyllir alltaf frystinn af um jólin. Geggjaðar til að grípa í með jóladagssúpunni eða með vegan rjómaosti og sultu sem millimál yfir notalegri jólamynd. Það er í raun ekkert jólalegt við sjálfa uppskriftina nema það að bollurnar eru hluti af okkar hefð um jólin, þessar eru nefninlega líka fullkomnar í nestisboxið eða með súpunni í hvaða mánuði sem er. Ég bakaði eina uppskrift um daginn og bollurnar hurfu á sólarhring svo ég hugsa að ég brjóti hefðina og baki þessar bollur miklu oftar yfir árið. Uppskriftin er upprunalega úr bók sem mamma átti frá Fríðu Böðvars svo hún má sko aldeilis eiga heiðurinn af bollunum en hér fyrir neðan hef ég skipt út nokkrum hráefnum til að gera hana vegan.

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Grænn ferskpressaður safi með myntu

Þessa dagana er ég að taka til í kroppnum og endurstilla kerfið. Áherslan er að létta á meltingunni og gefa líffærunum sem hafa verið undir miklu álagi auka búst og aðstoð við að sinna sínu. Lifrin hefur verið undir sérstöku álagi núna eftir lyfjamerðferðina en hún gegnir mikilvægu hlutverki þegar það kemur að því að hreinsa líkamann, ég hef því lagt sérstaka áherslu á að byrja daginn með lifrina í huga. Lifrin er háð vítamínum og steinefnum til að geta skilað út úrgangsefnum. Hér er æðislega ferskur vítamínríkur safi sem gefur gott start inní daginn og er æðislega ferskur og bragðgóður. Ég kýs að velja íslenskt hráefni eða lífrænt í safann.

Read More

Sykurlausar fluffy pönnukökur

Þessar eru fullkomnar í helgarbrunchinn. Mamma á eiginlega heiðurinn af þessari uppskrift og síðan hún varð til höfum við ekki gert aðra því hún er einfaldlega geggjuð. Mamma var búin að vera að prófa sig áfram í að búa til amerískar pönnukökur en flestar uppskriftirnar innihéldu sykur. Hún er amman sem vill heldur betur dekra við barnabörnin sín en á sama tíma tekur hún 100% þátt í því að sleppa sykri á borðum svo með fáeinum breytingum varð þessi uppskrift til. Rifin epli gefa frá sér sætt bragð þegar þau hitna sem gerir pönnukökurnar sætar en þú finnur þó ekki beint eplabragð… erfitt að útskýra svo þú verður einfaldlega bara að prófa! ;)

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Ljúfur rauðrófusmoothie með ananas

Enn einn rauðrófusmoothie-inn. Ég bara elska að koma elsku rauðrófusafanum að í daglegu rútínunni og það sem ég mögulega elska mest er hvað smoohtie-inn verður ævintýralega fallegur á litinn. Nei sko þessi verður svo ótrúlega fallega bleikur og ég lofa ljúfu bragði.

Read More

Sykurlaust eplapæ

Sykurlaust eplapæ borið fram með óþeyttum vegan rjóma. Þetta pæ hefur þónokkrum sinnum komið með í picnic í góðu veðri. Útivera er bara svo miklu skemmtilegri með gott nesti. Uppskriftin passar í stærri gerðina af glernestisboxunum úr ikea sem mega fara í ofn. Það er því auðvelt að grípa það með sér beint úr ofninum með því að smella lokinu á og setja í nestistösku. Það má auðvitað líka borða þetta inni í kósí.

Read More