GREINAR

Að þora að fylgja innsæinu…
Hildur Ómarsdóttir Hildur Ómarsdóttir

Að þora að fylgja innsæinu…

Í gær fékk ég niðurstöður úr jáeindaskannanum sem ég fór í í síðustu viku. Niðurstaðan var að meinið hefur minnkað og sömuleiðis virknin. Verkefnið heldur áfram EN þetta voru bestu fréttir sem ég gat nokkurn tíman óskað mér. Því nú er ég ekki lengur hrædd við meinið og ég veit hvernig ég klára það! Hversu langan tíma það tekur að verða laus við meinið veit ég ekki en það er aukaatriði.

Read More
Túrmerik (Curcumin)
Hildur Ómarsdóttir Hildur Ómarsdóttir

Túrmerik (Curcumin)

Það er greinilegur áhugi hér fyrir lækningarmætti túrmeriks miðað við viðbrögðin sem ég fékk eftir story þar sem ég fór aðeins inná lækningarmátt fæðu og deildi innsendum reynslusögum frá ykkur af lækningarmætti túrmeriks. Það er alltaf svo æðislegt að heyra reynslusögur frá fólki sem hefur verið kvalið eða að díla við sjúkdómseinkenni sem hafa náð árangri með þessum hætti og eflaust dýrmætt fyrir fólk að heyra sem er að díla við svipuð vandamál og er leitan

Read More
Lífstíll eða óheppni?
Hildur Ómarsdóttir Hildur Ómarsdóttir

Lífstíll eða óheppni?

Það að greinast með krabbamein er gríðarlegt áfall. Þú ert allt í einu sjúklingur sem þarft að stóla á lyf og lækni til að lifa af. Orð læknisins er það sem gildir núna og von þín og bjartsýni stjórnast mikið af því sem læknirinn segir. Þegar þú greinist með krabbamein er þér sagt að þú sért "óheppin/nn" og að þú hefðir ekki getað gert neitt til að koma í veg fyrir þetta. Þetta er vissulega rosalega frelsandi á ákveðinn hátt og kemur í veg fyrir að þú brjótir þig niður á að hafa ekki lifað lífinu einhvern vegin öðruvísi. Þetta auðveldar þér að sýna þér mildi og mögulega er eitthvað til í þessu. Mögulega eru sumir bara ógeðslega óheppnir. En að lokinni krabbameinsmeðferð bankar heilsukvíðinn uppá og ég upplifi þetta alls ekki jafn frelsandi.

Read More
Jólin mín
Hildur Ómarsdóttir Hildur Ómarsdóttir

Jólin mín

Eru það hefðir sem móta okkur eða erum það við sem sköpum hefðir? Matur er stór og mikill partur af jólunum og þegar fólk íhugar að mögulega verða vegan þá er ekki óalgengt að spurningin "Hvernig verða þá jólin?" poppi upp í hugann. Síðustu 34 jól eða öll þau ár sem ég hef haft aldur til að borða fasta fæðu höfum við fjölskyldan borðað hnetusteik á jólunum. Notabene alltaf sömu hnetusteikina, hnetusteikina sem gerð er úr hestlihnetum og sellerírót. Hnetusteikin sem líkist ekki neinni hnetusteik á markaðnum, sem er bragðljúf og mjúk undir tönn. Hnetusteikin sem er undirbúin nokkurum dögum fyrir jól og lyktin af sellerírótarsoðinu er það sem kallar fram "það eru að koma JÓL" eftirvæntinguna. Það má því segja að hnetusteik á jólunum sé hefð, hefðin okkar.

Read More
Barnaafmæli, Róbert 5 ára
Hildur Ómarsdóttir Hildur Ómarsdóttir

Barnaafmæli, Róbert 5 ára

Maður verður mikið var við fallega skreyttar kökur með teiknimyndafígúrum úr sykurmassa þegar það kemur að barnaafmælum. Aldrei grunaði mig að það yrði í raun meiri áskorun í uppeldinu að forðast sykur en að forðast dýraafurðir.Það er kannski ekki skrítið þar sem haugur af sykruðum vörum er markaðsettur fyrir börn! Markaðsetning er öflugt verkfæri og vörur eru skreyttar með allskyns fígúrum sem fanga augað hjá börnum og villa um fyrir fullorðnum með skilaboðunum “þessi vara er fyrir börn”. Á maður þá ekki að treysta því?

Read More
Vegan og sykurlaus barnaafmæli, Róbert 3 ára.
Hildur Ómarsdóttir Hildur Ómarsdóttir

Vegan og sykurlaus barnaafmæli, Róbert 3 ára.

Maður verður mikið var við fallega skreyttar kökur með teiknimyndafígúrum úr sykurmassa þegar það kemur að barnaafmælum. Aldrei grunaði mig að það yrði í raun meiri áskorun í uppeldinu að forðast sykur en að forðast dýraafurðir.Það er kannski ekki skrítið þar sem haugur af sykruðum vörum er markaðsettur fyrir börn! Markaðsetning er öflugt verkfæri og vörur eru skreyttar með allskyns fígúrum sem fanga augað hjá börnum og villa um fyrir fullorðnum með skilaboðunum “þessi vara er fyrir börn”. Á maður þá ekki að treysta því?

Read More