Sykurlaust granóla með kókos og kakó

Ég hafði aldrei prófað að nota banana sem sætu í granóla fyrr en Tobba Marínós kom með granólað sitt á markaðinn. Ég segi bara takk fyrir þá hugmynd því við á mínu heimili erum bara ferlega hrifin af því.

Hér er heimagert granóla í anda Granólabarsins “sem mamma ykkar vill að þið borðið”. Enginn sykur, ekkert síróp, bara strangheiðarleg lífræn hráefni og bragðlaukarnir segja “ekki hætta að narta í þetta eins og snakk”.

Færslan er unnin í samstarfi við Rapunzel á íslandi.

Þú þarft:

  • 3 dl hafrar

  • 3 dl kókosmjöl, gjarnan fínt frá Rapunzel

  • 2 dl pekanhnetur

  • 1/4 tsk vanilluduft, ég nota frá Rapunzel

  • 2,5 msk kakóduft

  • 1/4 tsk ceylon kanill

  • 2 msk kókosolía, t.d Rapunzel

  • 1/2 dl kókos- & möndlusmjörið frá Rapunzel (það sem sést á mynd)

  • 1,5 - 2 litlir bananar

  • nokkur saltkorn

Aðferð:

  1. Saxið hneturnar og blandið öllum þurrefnum vel saman.

  2. Stappið banana og bætið útí ásamt kókosolíunni og kókos-& möndlusmjörinu.

  3. Blandið vel saman og dreifið svo út á bökunarplötu, hafið endilega bökunarpappír undir.

  4. Bakið í ofni í 20 mínútur á 185°C, hrærið aðeins í granólanu á pötunni eftir 10 mínútur í ofninum.

  5. Leyfið granólanu að kólna alveg við stofuhita í nokkra tíma áður en það er sett í loftþétt ílát.

Mæli með að græja granólað að kvöldi til og leyfa því að standa á borði yfir nóttina. Þú munt vakna við góða lykt í eldhúsinu og tilbúið granóla í morgunmat. Verði ykkur að góðu.

Next
Next

Linsupönnukökur