SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Hrásalat með raw hampfrædressingu

Raw hrásalat, eða hrá-hrásalat! Hér erum við allavega með hollari týpuna að hrásalati en dressingin kemur manni skemmtilega á óvart og gefur þessa creamy áferð með smá sætu bragði og minnir óneytanlega á klassískt hrásalat með mæjó, nema ferskara…. æji þið skiljið þegar þið prófið.

Fullkomið sem hliðarsalat með nánast hverju sem er.

Færslan er unnin í samstarfi við Beutelsbacher á íslandi. Eplaedikið frá Beutelsbacher er sennilega lykilhráefnið til að fá þetta “mæjó” bra

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Smörrebröd með marineruðum gulrótum og lífrænni graflaxsósu.

Döðlusíróp er eitthvað sem ég uppgötvaði nýlega og ég elska að nota það í dressingar. Í fyrra smakkaði ég graflaxsósu í fyrsta sinn og ég er mikil sinnepskona og elska dill svo þetta var nýtt og skemmtilegt bragð fyrir mér. Þessi sósa virðist tengjast hátíðunum þó ég þekki þessa hefð alls ekki en mig langaði að gera lífræna graflaxsósu og prófa mig áfram með hátíðlegt smörrebröd. Hér erum við með smörrebröd, sem væri að sjálfsögðu hægt að bera fram sem minni snittur, með grænum blöðum, avocado,

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Kasjúhnetusmurostur með graslauk

Hér er á ferð algjörlega ruglaður smurostur, mínir bragðlaukar segja að hann toppi alla aðra smurosta hvort sem þeir séu vegan eða ekki. Ostinn má smyrja á brauðmeti eða kex eða setja útá pastað. Hann er æðislega mjúkur og fer í raun vel með nánast hverju sem er og hægt að nota hann sem ídýfu fyrir grænmeti eða snakk á góðu kósýkvöldi, já eða eins og á bakkanum á myndinni. Það besta við ostinn að hann inniheldur fá hráefni og er án allra aukaefna.

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Rauðrófusalat með próteinspírum og ristuðum sesamfræjum

Þetta salat er ekki bara ótrúlega gott heldur algjört dúndur hvað varðar næringu. Rauðrófurnar þarf varla að kynna en þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér og eru tíður gestur á miðlinum mínum. Þær eru fullar af næringu, járni og styðja einnig við nýrun og lifrina sem gegna meðal annars því mikilvægi hlutverki að hreinsa kroppinn. Til að trompa þetta salat bætum við útí spíraðri próteinblöndu (spíraðar linsur og mungbaunir) sem er frábær uppspretta af basískum próteinum. Auk þess eru spíraðar linsur og baunir auðmeltanlegar og næringin auðveld í upptöku sem sparar líkamanum orku.

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Lifandi guacamole

Ég er mikill súrkálsunnandi og var glöð að heyra að súrkálsúrvalið fer ört stækkandi í Krónunni. Ég fæ oft spurningar hvaða súrkál ég mæli með fyrir byrjendur og þar sem ég elska bara allt súrkál er ég sennilega ekki rétti aðilinn til að svara þessu en mögulega gæti þessi uppskrift komið til aðstoðar. Dagný sem rekur súrkál fyrir sælkera deildi um daginn með mér brilliant hugmynd að nýta súrkál sem sýrugjafann í guacamole. Ég prófaði það strax um kvöldið og vá það er alveg truflað! Bragðið er í raun bara ekta guacamole bragð en þú færð góðgerla sem bónus, sannkallað “lifandi gaucamole”. Ég notaði sítrónukálið ljúfa sem núna mun fást í verslunum Krónunnar.

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Hratkex … fyrir alla þá sem spyrja mig að því hvað ég geri úr djúshratinu

“Hvað geriru við hratið?” er sennilega algengasta spurningin sem ég fæ þessa dagana í gegnum instagram, í það minnsta í hvert sinn sem ég sýni frá söfunum mínum. Djúsvélina hef ég notað daglega síðan í desember og það er kannski kominn tími á að ég svari þessari spurningu almennilega …. og með uppskrift.

Ég djúsa það mikið að ég næ alls ekki að nýta allt hratið. Í byrjun þegar ég var að finna taktinn í að djúsa daglega fór það mesta í ruslið en svo hófust kextilraunir og þá var ekki aftur snúið. Hér deili ég með ykkur hrákexi eða hratkexi þar sem ég nýti djúshratið úr gulrótum. Kexið er frábært með hverskonar smuráleggi og getur einnig borðast sem snakk. Í takt við lifandi lífstíl fannst mér viðeigandi að bera það hér fram með guacamole og toppa með “lifandi” spírum!

Það má segja að spírur séu hið fullkomna skraut, skraut með alvöru tilgang! Skrau

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Gazpacho

Gazpacho er köld tómatsúpa sem gjarnan er borðuð á Spáni og Portúgal á heitum sumardögum. Ég verð vör við það að margir séu að spá í því í hvaða röð matur skal borðaður og þá helst í sambandi við blóðsykursstjórnun. Með þessari uppskrift langar mig að sá fræi inní þá umræðu þó með allt annan fókus. Gazpacho súpa er nefninlega frábær sem forréttur til að leggja grunn fyrir komandi máltíð, þá sérstaklega ef máltíðin er elduð.

Ferskt og hrátt grænmeti inniheldur trefjar og ensím sem eru nauðsynleg fyrir meltinguna okkar og vítamínin eru í sinni upprunalegu mynd. Við eldun tapast náttúruleg ensím fæðunnar og göngum við þá á birgðir líkamans. Meltingaóþægindi geta gert vart við sig ef okkur skortir ensím.

Read More

Möndlukurl, salatkurl eða máltíðarkurl sem gefur máltíðinni þetta litla extra

Salatkurl er akkurat það sem þarf til að poppa upp hvaða salat sem er. Já eða í raun hvaða máltíð sem er, það er nefninlega líka gott t.d. útá dahl, súpur eða aðra pottrétti. Ég á nánast alltaf svona í krukku uppí hyllu. Ég nota þetta sérstaklega mikið á salöt þessa dagana bæði til að upphefja brögðin úr salatinu þar sem það er salt í kurlinu, en einnig til að bæta við auka fitu og skemmtilegu crunchi. Þetta er einmitt frábær leið til að bæta við látlausum kaloríum eða ofurfæðu og gera salatið meira saðsamt og fjölbreytt af næringu.

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

MöndluMæjó

Þessa dagana hef ég mikið verið að borða salöt. Lykillinn að góðu salati er góð dressing, ég hef því mikið verið að prófa allskonar dressingar til að gera salötin skemmtileg og fjölbreytt. Ágæt þumalputtaregla í dressingu er að hafa fitugjafa og eitthvað súrt, sætt og salt…. og svo má hugamyndaflugið hlaupa af stað. Fitugjafinn þarf ekki endilega að vera olía heldur er hægt að leika sér með hnetur, möndlur, fræ eða lárperu. Ég var oft að gera allskonar sósur úr kasjúhnetum en þar sem möndlur eru basískari hafa þær aðeins verið að heilla mig meira en hnetur þessa dagana.

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Jólalegt brokkólísalat með rauðkáli og trönuberjum

Jólalegt brokkólísalat. Mögulega eru það trönuberin sem gera það jólalegt … og grænu liturinn í brokkólíinu. Rauðkál er líka svolítið hátíðlegt grænmeti er það ekki? Þetta er allavega einstaklega ferskt og fallegt salat með vott af hátíðlegu bragði sem passar ofboðslega vel með jólamatnum sem stundum getur verið þungur og saltur. Þetta salat er auðvitað gott allan ársins hring en einhvernegin höfum við verið að tengja það við jólin síðustu ár.

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Bleikur hvítbaunahummus með rauðrófu og capers

Hér erum við með ótrúlega ferskan rauðrófuhummus með capers. Já eða baunahræru… tæknilega séð er þetta ekki hummus þar sem “hummus” þýðir “kjúklingabaunir” en hér nota ég hvítar cannellini baunir. Ég leyfi mér þó að kalla þessa baunahræru hummus þar sem það hljómar betur og þennan hvítbaunahummus má bera fram eins og hefðbundin hummus. Ég elska hvað rauðrófan gerir hann fallegan á litinn en tekur ekki yfir bragðið nema gefur skemmtilega sætan keim. Capersinn er svo aðeins meira áberandi í bragðinu. Það er líka skemmtileg tilbreyting að prófa sig áfram með hvítar baunir en þær eru mun mýkri en kjúklingabaunir svo þú þarf ekki að beita neinum trixum eða eiga flóknar græjur til að fá áferðina silkimjúka. Þessi fallega bleiki hummus passar æðislega vel með grænmetisstrimlum og steiktum tortillabútum/kexi eða bara útá pastaskrúfur ásamt salati og súrkáli…. eða bara eins og þú kýst að borða hummus.

Read More

Sykurlausar fluffy pönnukökur

Þessar eru fullkomnar í helgarbrunchinn. Mamma á eiginlega heiðurinn af þessari uppskrift og síðan hún varð til höfum við ekki gert aðra því hún er einfaldlega geggjuð. Mamma var búin að vera að prófa sig áfram í að búa til amerískar pönnukökur en flestar uppskriftirnar innihéldu sykur. Hún er amman sem vill heldur betur dekra við barnabörnin sín en á sama tíma tekur hún 100% þátt í því að sleppa sykri á borðum svo með fáeinum breytingum varð þessi uppskrift til. Rifin epli gefa frá sér sætt bragð þegar þau hitna sem gerir pönnukökurnar sætar en þú finnur þó ekki beint eplabragð… erfitt að útskýra svo þú verður einfaldlega bara að prófa! ;)

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Ostasalat

Ostasalöt eru oft vinsæl á veisluborði. Um helgina var haldið uppá 90 ára afmæli hjá ömmu minni og kom öll fjölskyldan saman, allir hennar 36 afkomendur, makar og tengdafjölskylda. Amma sjálf hefur alltaf verið þekkt fyrir að sýna ást sína í mat og enginn kemur í heimsókn til hennar nema fara þaðan pakksaddur. Afkomendurnir hafa svolítið erft þetta frá henni og var veislan því einhverskonar pálínuboð á sterum. Í síðustu viku ákvað ég að prófa mig áfram með vegan útgáfu af klassísku ostasalati og mér fannst það heppnast svo vel að það fékk að koma með í veisluna hennar ömmu.

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Karrý tófúsalat

Ég fæ stundum spurningu um hvort sé í lagi að borða tófú “hrátt”. Ójá það er sko í góðu lagi og er það einmitt alveg tilvalið að nota í ýmis brauðsalöt. Það gerir salatinu fyllingu sem gerir það matmeira og auk þess próteinríkt. Hér er karrýtófúsalat sem ég geri aftur og aftur og mögulega á ég það til að tvöfalda uppskriftina. Salatið er tilvalið sem svona klassískt brauðsalat með brauði og kexi á veisluborði en er líka gott á sumarhlaðborðið með bökuðu kartöflunni eða á ristað brauðið sem fljótleg máltíð. Það er kannski einfaldara að segja bara að það sé gott með ÖLLU.

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL, SMÁRÉTTIR, Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL, SMÁRÉTTIR, Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir

Hollar kókoskúlur

Hollar kókoskúlur svo góðar að ég gerði bara engar aðrar í nokkur ár því mér fannst þessar fullkomnar. Þetta eru kókoskúlurnar sem fóru með mér á margar lyftingaæfingar. Kókoskúlurnar sem voru saklaust nesti til að byrja með en voru svo kókoskúlurnar sem lyftingafélagarnir og þjálfarar suðuðu mig um að koma með á æfingu. Eddie Berglund sem er heimsmethafi í bekkpressu í sínum þyngdarflokki gefur kúlunum toppeinkunn. Svo innilega skemmtilegar minningar sem koma upp í tengslum við þessar bestu kókoskúlur og fær mig til að sakna elsku svíþjóðar. Þessar eru ekki bara fyrir lyftingafólk heldur líka fullkomnar sem krakkanammi.

Read More
Eftirréttir & annað sætt, SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir Eftirréttir & annað sætt, SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Hnetumolar með poppuðu quinoa

Hollari súkkulaðimolar sem er æðislegt að eiga í frystinum. Þessa mola hef ég gert reglulega frá árinu 2014 þegar ég kynntist poppuðu quinoa. Ég var þá að æfa ólympískar lyftingar útí Svþíþjóð og voru oft svona molar eða kókoskúlur með í lyftingatöskunni til að grípa í þegar orkan var að klárast.

Read More