“1001 nótt” smoothie skál

Það eru örugglega einhverjir sem þekkja nafnið en þessi smoothie skál er innblásin af smoothie af matseðlinum hjá ísey skyrbar. Þetta er smoothie sem er vinsæll á heimilinu en það getur verið dýrt að kaupa tilbúinn smoothie fyrir 4 manna fjölskyldu oft í mánuði.

Ísey notar eplasafi úr kreistum eplum í smoothie-inn en til einföldunar höfum við hér heima haldið okkur við eitt eldhústæki til að græja fram þennan smoothie og notað heila appelsínu í staðinn fyrir eplasafa og það kemur alls ekki niður á bragðinu.

Það getur auðvitað verið ótrúlega þægilegt og fljótlegt að kaupa sér tilbúna smoothieskál á ferðinni en það eru allskonar kostir sem fylgja því að gera sér smoothieskál heima, það er bæði ódýrara en einnig gefur það svigrúm til að velja hráefnið og gera t.d. lífrænni útgáfu eins og hér að neðan og þú getur toppað skálinu með þínu eftirlæti.

Færslan er unnin í samstarfi við Rapunzel á íslandi, en hnetusmjörið er í raun það sem einkennir þennan smoothie sem kemur skemmtilega í gegnum ferska bragðið.

Þú þarft:

  • 2 dl frosinn mangó

  • 1 dl frosinn ananas

  • 3/4 dl lífrænar möndlur (t.d. Rapunzel)

  • 6 döðlur (ég nota ferskar sem þarf að steinhreisa)

  • 1 banani

  • 1 appelsína

  • 1 dl möndlumjólk (eða meira ef þú vilt drekka hann með röri)

  • 1 væn msk af lífrænu hnetusmjöri frá Rapunzel

  • nokkur saltkorn

Tillaga að toppings:

  • banani

  • appelsína

  • hnetusmjör

  • dökkt súkkulaði

  • carob (t.d frá Rapunzel)

  • poppað quinoa (t.d. frá Rapunzel)

  • pönnumúslí, uppskrift hér.

Aðferð:

  1. Öllu hráefni er komið fyrir í blender og blandað þar til áferðin er orðin jöfn og slétt.

  2. Berið fram í skál og toppið með því sem þér þykir gott.

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Hrásalat með raw hampfrædressingu

Next
Next

3 hráefna suðrænn smoothie