DRYKKIR
Ef þú hefur ekki prófað að gera heimagerða möndlumjólk þá ertu að missa af! Ég bara elska hvað þetta er einfalt og hvað hún verður creamy og góð. Yfirleitt hef ég verið að gera sæta kanilmjólk en stundum er skemmtilegt að leika sér með önnur brögð. Hér erum við með jarðaberja og vanillumjólk. Hún kemur skemmtilega á óvart og minni svolítið á Power shake á Joe and the Juice fyrir þá sem hafa einhvertíman smakkað hann (hann er ekki vegan). Hún er góð ein og sér en líka skemmtileg til að nota í chiagrautinn, útá hafra- eða grjónagraut, í smoothieinn eða útí te, kamillute með jarðaberjamjólk er algjört nammi.
Þeir sem hafa fylgt mér í einhvern tíma eru sennilega farnir að sjá það hversu hrifin ég er að rauðrófum. Það er eins og líkaminn minn sæki rosalega í rauðrófur og ég elska það. Hér er rauðrófusmoothie sem kemur svo sannarlega á óvart með smá súkkulaðikeim. Engiferið kveður burt allt sem sumir vilja kalla moldarbragð rauðrófusafans og upphefur kakóbragðið. Mæli með að þið prófið …. og hér hefur smoothie-inn verið samþykktur af æðstu gæðaeftirlitsaðilum heimilisins sem eru 7 ára og 3 ára.
Margir velja að nota ávaxtasafa í smoothie-inn sinn sem getur verið alveg ofboðslega gott. Safar geta þó verið mjög mismunandi með tilliti til gæða og margir þeirra úr þykkni.
Ég ákvað að prófa að nota suðrænan safa frá Beutelsbacher til að gera suðrænan smoothie. Safinn er alveg fáránlega góður einn og sér og hefur þykka áferð sem ég fíla. Safinn er 100% lífrænn, ekki búinn til úr þykkni, pressaður í upprunalandi til að viðhalda gæðum og næringarinnihaldi og hlaut viðurkenningu á lífrænni sýningu í Kaupmannahöfn fyrir bestu þýsku vöruna.... Þetta er safi sem ber með sér virðingu og verðskuldað orðspor í brans
Páskarnir liðnir og allir í súkkulaðikóma… hér er ég með geggjaðan næringarríkan súkkulaðismoothie ef þú þarft smá afvötnun eftir súkkulaðiátið án þess að fara í sykurvímu og fá illt í magann.