Acaí skál með mínu uppáhalds toppings

Acaí skálar hafa notið gífurlegra vinsælda síðustu ár og halda lofi sínu vel sem ég skil svo sannarlega. Acaí grunnar innihalda þó oft sykur og mér finnst alltof algengt að raunveruleg innihaldslýsing sé ekki mjög aðgengilegar fyrir neytandann. Þetta gæti ég rantað um heillengi en ég ætla að sleppa því og deila frekar með ykkur minni uppáhalds “go to” uppskrift að heimagerðri ofureinfaldri acaí skál. Uppskriftin að grunninum hafið þið sennilega einhver séð hjá mér áður en það var löngu kominn tími að hún fái upplyftingu og pláss á síðunni.

Hvað er það svo sem tekur acaí skálarnar uppá næsta level? Það er auðvitað það sem við toppum hana með. Hér erum við líka með ofureinfalt þema og grípum fram nokkrar lífrænar vörur frá Rapunzel sem hafa lengi verið staðalbúnaður í skafferíinu því þær eru ómissandi á skálina. Nýlega bættust svo enn fleiri vörur í vöruúrvalið frá Rapunzel sem eru frábærar á skálina eins og t.d hampfræin og kakósmjör í dropum.

Acaí skál býður auðvitað uppá endalausa möguleika fyrir toppings en hér kemur mín útfærsla sem fær meðmæli allra heimilismeðlima.

Þú þarft:

Acaí grunnur (skammtur fyrir 2):

  • 1 bolli frosið mangó

  • 1 bolli frosin hindber

  • 1 bolli vilt frosin bláber

  • 1 stór banani

  • 1 msk acaí duft

  • 1/2 tsk kanill

  • 1/2 tsk vanilluduft ég nota frá Rapunzel

  • Skvetta möndlumjólk eftir þörf

Hugmynd að Toppings sem ég elska:

  • Banani

  • Kókosflögur eða kókosmjöl frá Rapunzel (eða bæði)

  • Poppað quinoa frá Rapunzel

  • Hampfræ frá Rapunzel

  • Carob frá Rapunzel

  • Kókos&möndlusmjörið m/döðlum frá Rapunzel, það harnar eins og íssósa og verður eins og karamellubitar!

Aðferð:

  1. Allt sem fer í acaí grunninn er skellt í blandarann og mixað. Hægt er að leyfa blöndunni að standa í blendernum og þiðna örlítið áður en blandað er til að auðvelda blandaranum og komast upp með minna af mjólkinni. Ef þú átt öflugan blandara með sprota er það fullkomið en það er líka hægt að nota matvinnsluvél.

  2. Komið grunninum fyrir í skálar og toppið með öllu því sem ég elska… eða því sem þú elskar.

Verði ykkur að góðu.

Next
Next

Glútenlaust prótein- bananabrauð