Um mig.

Ég heiti Hildur Ómars og er tveggja barna móðir, uppskriftasmiður og lærður umhverfis-og byggingaverkfræðingur.  Mín ástríða er að útbúa góðan mat sem gleður augað sem og líkamann.

Ég er alin upp sem grænmetisæta og varð vegan á fullorðinsárum. Börnin mín alast upp sem grænkerar og mitt markmið hefur lengi verið að sýna gott fordæmi fyrir aðra foreldra um að börn geti svo sannarlega alist upp án dýraafurða.

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á næringu og síðan ég varð mamma hefur áhugi minn á matarræði og næringu barna almennt aukist gífurlega.

Í janúar 2022 greindist ég með Hodgkins eitilfrumukrabbamein. Eftir að hafa gengið í gegnum lyfjameðferð sem ekki bar árangur tók ég ákvörðun um að afþakka frekari lyfjameðferð og leita náttúrulegra leiða að lækningu. Þetta hefur verið mesti skóli lífs míns og í raun alveg stórkostleg uppgötvun í því hversu máttugur líkaminn er með réttu verkfærin í höndunum.


Ráðgjöf

Ef þú ert að glíma við krabbamein og ert forvitin/nn að vita meira um það hvernig þú getur tekið virkann þátt í þínum bata, hvort sem þú ert í lyfjameðferð eða ekki þá getur þú bókað viðtal með mér þar sem við förum yfir verkfærakistuna.

Mín ráðgjöf byggir fyrst og fremst á minni reynslu og þeirri þekkingu sem ég sankaði að mér í gegnum mitt krabbameinsferli.

Nokkur atriði sem ég vil stikla á til öryggis áður en viðtal er bókað sem ég vil ekki að komi neinum á óvart.

Til að ná sem bestum árangri getur verið nauðsynlegt að gera drastískar lífstílsbreytingar og þar sem jurtir og bætiefni eru ekki niðurgreidd á sama hátt og lyf getur þetta verið kostnaðarsamt.

Svo ef þú hefur viljann og vonina að vopni þá get ég mögulega aðstoðað þig við það að taka virkann þátt í þínum bata.

Donate

Recipe inspiration & more!

Sign up with your email address to receive news and updates.