Heavy metal detox smoothie með brokkólíspírum
Heavy metal detox smoothie er að verða nokkuð þekktur smoothie, upprunalega kemur uppskriftin frá Anthony William sem er betur þekktur sem Medical medium. Hann hefur hjálpað ótrúlega mörgum með sínum fræðum sem þó þykja umdeild. Margir hafa tekið eftir að fleiri og fleiri eru að fá sér hreinan
Lífrænir kókostoppar
Það fer að líða að jólum og ég er bara farin að hlakka svolítið til. Hér kemur ein fullkomin smákökuuppskrift fyrir jólin sem fer betur í kroppinn en margar aðrar. Það skemmir heldur ekki fyrir að þessar taka enga stund, innihalda fá innihaldsefni og þarf ekki að baka. Alvöru klístraðir kókostoppar með “súkkulaði”-botni. Meiriháttar góðir.
Kasjúhnetusmurostur með graslauk
Hér er á ferð algjörlega ruglaður smurostur, mínir bragðlaukar segja að hann toppi alla aðra smurosta hvort sem þeir séu vegan eða ekki. Ostinn má smyrja á brauðmeti eða kex eða setja útá pastað. Hann er æðislega mjúkur og fer í raun vel með nánast hverju sem er og hægt að nota hann sem ídýfu fyrir grænmeti eða snakk á góðu kósýkvöldi, já eða eins og á bakkanum á myndinni. Það besta við ostinn að hann inniheldur fá hráefni og er án allra aukaefna.
Rauðrófusalat með próteinspírum og ristuðum sesamfræjum
Þetta salat er ekki bara ótrúlega gott heldur algjört dúndur hvað varðar næringu. Rauðrófurnar þarf varla að kynna en þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér og eru tíður gestur á miðlinum mínum. Þær eru fullar af næringu, járni og styðja einnig við nýrun og lifrina sem gegna meðal annars því mikilvægi hlutverki að hreinsa kroppinn. Til að trompa þetta salat bætum við útí spíraðri próteinblöndu (spíraðar linsur og mungbaunir) sem er frábær uppspretta af basískum próteinum. Auk þess eru spíraðar linsur og baunir auðmeltanlegar og næringin auðveld í upptöku sem sparar líkamanum orku.
Haustlegur pottréttur með grænum linsum og kartöflum
Árstíðin sem kallar á matmiklar súpur og pottrétti er gengin í garð. Þetta má kannski kalla súpu en því lengur sem hún stendur í pottinum verður hún að pottrétti þar sem linsurnar halda áfram að draga í sig vökvann. Grænar linsur eru ótrúlega skemmtilegar því þær halda forminu sínu og verða ekki að mauki. Þær er því líka hægt að nota í köld salöt.
Bleik engiferskot
Bleik engiferskot, þau þurfa alls ekki að vera bleik en mér finnst það skemmtilegra. Ég djúsa svo oft rauðrófur og til að fá bleika litinn vel ég að gera engiferskot í djúsvélinni beint á eftir rauðrófunum til að fá smá bleikan lit, það hefur engin áhrif á bragðið. Ég elska að eiga engiferskot í frysti og ég nota þau beint útí heitt vatn á morgnanna eða útí smoothie eða smoothieskálar sem er eiginlega nýja uppáhaldið mitt. Einn frosinn engifermoli útí blenderinn með hinu sem á að fara í smoothieskálina og hún verður extra fersk og það besta við það er að maður kemst upp með að setja meira af t.d. grænni ofurfæðu útí skálina þar sem engiferinn núllar bragðið út einhvernegin.
Tær grænmetissúpa
Tær grænmetissúpa sem er mögulega einfaldasta súpan þarna úti. Engin krydd nema bara jurtakraftur og svo bragðið af grænmetinu sjálfu. Hægt er að bæta baunum útí hana ef maður vill eins og ég hef gert hér á myndinni sem gerir hana aðeins matmeiri og saðsamari. Án baunanna er hún líka algjörlega frábær, létt í maga og fullkomin súpa til að gefa meltingunni smá hvíld, súpan hentar því vel til að fara mjúklega útúr föstu.
Hið víðfræga “Date bark” með quinoa poppi og tahini
Það er skemmtilegt að sjá hvað sumar matarhugmyndir fara á flug um allt internetið. Þetta döðlunammi er einmitt ein þeirra. Aðferðin er algjörlega brillant, svo einföld og fljótleg svo ég skil vel að hún hafi farið viral en svo eru möguleikarnir við samsetninguna endalausir. Ég er tahini unnandi og elska hvernig poppað quinoa gefur skemmtilega áferð, crunch og smá hnetulegan keim sem gefur namminu skemmtilega fyllingu og karakter. Döðlurnar verða eins og tjúí karamella og eru dísætar svo ég toppaði nammið með 100% súkkulaði. Það er auðvitað hægt að nota hvaða súkkulaði sem er en sætan frá döðlunum nær alveg að núlla allt biturt bragð frá 100% súkku
Lifandi guacamole
Ég er mikill súrkálsunnandi og var glöð að heyra að súrkálsúrvalið fer ört stækkandi í Krónunni. Ég fæ oft spurningar hvaða súrkál ég mæli með fyrir byrjendur og þar sem ég elska bara allt súrkál er ég sennilega ekki rétti aðilinn til að svara þessu en mögulega gæti þessi uppskrift komið til aðstoðar. Dagný sem rekur súrkál fyrir sælkera deildi um daginn með mér brilliant hugmynd að nýta súrkál sem sýrugjafann í guacamole. Ég prófaði það strax um kvöldið og vá það er alveg truflað! Bragðið er í raun bara ekta guacamole bragð en þú færð góðgerla sem bónus, sannkallað “lifandi gaucamole”. Ég notaði sítrónukálið ljúfa sem núna mun fást í verslunum Krónunnar.
Hratkex … fyrir alla þá sem spyrja mig að því hvað ég geri úr djúshratinu
“Hvað geriru við hratið?” er sennilega algengasta spurningin sem ég fæ þessa dagana í gegnum instagram, í það minnsta í hvert sinn sem ég sýni frá söfunum mínum. Djúsvélina hef ég notað daglega síðan í desember og það er kannski kominn tími á að ég svari þessari spurningu almennilega …. og með uppskrift.
Ég djúsa það mikið að ég næ alls ekki að nýta allt hratið. Í byrjun þegar ég var að finna taktinn í að djúsa daglega fór það mesta í ruslið en svo hófust kextilraunir og þá var ekki aftur snúið. Hér deili ég með ykkur hrákexi eða hratkexi þar sem ég nýti djúshratið úr gulrótum. Kexið er frábært með hverskonar smuráleggi og getur einnig borðast sem snakk. Í takt við lifandi lífstíl fannst mér viðeigandi að bera það hér fram með guacamole og toppa með “lifandi” spírum!
Það má segja að spírur séu hið fullkomna skraut, skraut með alvöru tilgang! Skrau
Heslihnetukubbar
Hér er á ferð ótrúlega einfalt hnetunammi, sennilega það fljótlegasta þar sem maður klessir því bara í form og sker það svo í kubba eftir kælingu. Kakósmjörið gerir það að verkum að þeir harðna í frysti og tolla saman. Ég viðurkenni að í hvert sinn sem ég hef gert þá hugsa ég alltaf um það hversu skemmtilegir þeir væru á svona bakka með berjum, kókoskúlum og kannski kasjúosti og grænmeti, þið vitið svona í partýbakka. Ég hef aldrei náð svo langt þar sem þeir hverfa áður en ég næ að gera ostinn eða kaupa berin en þetta er allavega hugmynd svona ef einhver er að fara að halda partý.
Ferskt og litríkt salat með appelsínu- & engiferdressingu
Náttúran skapar grænmeti í öllum regnbogans litum, hver litur inniheldur ólík næringarefni og er ágætt að reyna að borða sem flesta liti. Hér höfum við salat sem nær utan um alla litaflóruna og ég er ekki frá því að það bætist í gleðihormónin við það að borða þessa litadýrð.
Pekanhnetukúlur með möndlusmjöri og kanil
Ég er yfirleitt þessi ofurskynsama týpa sem tekur sér langan tíma í að taka “stórar” ákvarðanir…. Ég hef svo sannarlega fengið hressliega áminningu um að lífið er núna og ég ákvað til tilbreytingar að vera frekar spontant (og mögulega óskynsöm, það á eftir að koma í ljós seinna) og keypti tæplega 30 ára gamlan húsbíl. Okkur hefur lengi dreymt um að ferðast um á “van” eða einhverskonar húsbíl um Svíþjóð svo þetta var ekki alveg útí bláinn hugmynd og vonandi fyrsta skrefið í að láta drauminn rætast. Húsbíll hefur þa
Gazpacho
Gazpacho er köld tómatsúpa sem gjarnan er borðuð á Spáni og Portúgal á heitum sumardögum. Ég verð vör við það að margir séu að spá í því í hvaða röð matur skal borðaður og þá helst í sambandi við blóðsykursstjórnun. Með þessari uppskrift langar mig að sá fræi inní þá umræðu þó með allt annan fókus. Gazpacho súpa er nefninlega frábær sem forréttur til að leggja grunn fyrir komandi máltíð, þá sérstaklega ef máltíðin er elduð.
Ferskt og hrátt grænmeti inniheldur trefjar og ensím sem eru nauðsynleg fyrir meltinguna okkar og vítamínin eru í sinni upprunalegu mynd. Við eldun tapast náttúruleg ensím fæðunnar og göngum við þá á birgðir líkamans. Meltingaóþægindi geta gert vart við sig ef okkur skortir ensím.
Ofureinföld linsusúpa sem kemur öllum á óvart
Þetta er súpan / linsurétturinn sem við munum elda í ferðalaginu í sumar! Þú þarft einn pott og hráefnið er þurrvara plús laukur og sítrón sem þarf ekki að vera í kæli, fullkomið til að taka með í langferðalagið og elda á prímusnum svo skemmir ekki hvað hún er næringaþétt og börnin mín og maðurinn minn ELSKA hana! Þegar við höfum eldað hana hér heima höfum við oftast hrísgrjón sem er hittari hjá krökkunum. Hún er ekki bara einföld heldur líka ofboðslega fljótleg.
Færslan er unnin í samstarfi við Rapunzel á íslandi.
Heimagerð lífræn möndlujógúrt
Ég hef reynt að borða sem mest basískt síðustu mánuði og möndlur hafa verið í uppáhaldi þar sem þær eru basískar. Ég geri möndlumjólk í hverri viku og langaði að prófa að gera jógúrt úr henni. Fyrstu tilraunir gáfu rosalega lítið hlutfall af þykkri jógúrt og mun meira af þunnum vökva eftir gerjunina. Það þýddi því ekki að hræra það saman nema vera með eitthvað til að binda. Ég prófaði mig áfram með chia en það varð bara alls ekki eins og ég vildi hafa það. Fyrr í vor sat ég fyrirlestra hjá náttúrulækni frá Perú þar sem hann talaði meðal annars um ýmsar jurtir og nefndi þar Tara gum sem er notað til þykkja ýmislegt…. það fyrsta sem ég hugsaði var Möndlujórtin!! Ég yrði að prófa að nota það til að þykkja hana og nýta hráefnið betur. Vá hvað þetta er magnað efni, 100% náttúrulegt og loksins varð jógúrtin eins og ég vildi hafa hana! Þetta er búið að vera skemmtilegt tilraunaverkefni og mun ég svo sannarlega gera þessa aftur og aftur og aftur. Vegan, basísk og lífræn jógúrt algjörlega án allra aukaefna.
Glútenlausar carob múffur
Ég var vön að baka súkkulaðibananabrauð eða muffins í hvert sinn sem ég átti brúna banana, við erum alveg húkt á því. En svo ákvað ég, útaf svolitlu, að taka út glútein og leggja áherslu á basíkst matarræði. Ég hef því meira notað carob uppá síðkastið í staðinn fyrir kakó þar sem carob er basískara…. og mér finnst það líka bara skemmtileg tilbreyting, það er náttúrulega sætt og æðislega gott. Ég nota það líka til að toppa smoothieskálar og krakkarnir eru sjúk í það. Ég fór þó að sakna þess að baka bananamúffur og borða með krökkunum svo ég ákvað að gera tilraunir til að gera glúteinslausar sykurlausar muffins og ég er bara nokkuð ánægð með útkomuna. Þær hafa horfið hratt hingað til á mínu heimili. Ég myndi ekki bera þessar muffins saman við dísætar sykraðar bakarísmuffins þar sem þetta eru bara annarskonar muffins, þær flokkast frekar sem skemmtilegt millimál og eru frábærar í nestisboxið.
Besta súkkulaðisósan, lífræn í þokkabót
Besta súkkulaðisósa heims og lífræn í þokkabót. Þrátt fyrir að vera “hollari” týpan af súkkulaðisósu af hráefnum að dæma þá slær hún öllum öðrum við. Hnetusmjörið er ómissandi í hana en það gefur henni einstakan karakter. Þessa geri ég gjarnan með ávaxtasalati eða útá amerískar pönnukökur eða vöfflur og svo er hún líka þrælgóð útá ís hvort sem það er klássískur vanilluís eða hollari týpa úr frosnum bönunum. Þetta er svona mín “go to” sósa með öllu sem kallar á súkkulaðisósu. Mæli svo með að setja afganginn í konfektmolaform eða súkkulaðiplötuform og toppa með möndlukurli, mórberjum, kókos eða poppuðu quinoa eða í raun bara einhverju sem gefur smá crunch og setja í frysti… en það gæti reyndar orðið challange að eiga afgang.
Myntuís með "súkkulaði"
Ís, hver elskar ekki ís? Hér er einn ferskur og algjörlega sykurlaus ís sem þó slær á sykurlöngunina og nærir okkur í leiðinni… svona ís sem má borða í morgunmat og alveg einstaklega góður. Spínatið gerir ísinn grænan en bragðið fer algjörlega í felur, frosnu bananarnir sjá um áferðina, döðlurnar gera hann extra sætann, kakósmjörið og kakónibburnar leika svo hlutverk súkkulaðibitanna og gera það bara einstaklega vel, myntan setur svo punktinn yfir i-ið og gerir hann að ferskum myntuís.
Spírusamloka með tahini og sinnepi
Samlokur eru sennilega smurðar á flestum heimilum og afhverju ekki að setja spírur inní þær til að gera þær næringaríkari og bústa upp ensím- og vítamínbúskapinn? Það er mjög sniðug leið til að koma spírum inní daginn. Svo er fjölbreytileiki spíra líka skemmtilegur og gefur ólíkt bragð eftir ólíkum spírum, sumar eru nokkuð hlutlausar og aðrar með skemmtilegan karakter, veldu t.d. blaðlauksspírur fyrir smá laukbragð eða radísuspírur til að gera hana smá spicy.