Lifandi guacamole

Ég er mikill súrkálsunnandi og var glöð að heyra að súrkálsúrvalið fer ört stækkandi í Krónunni. Ég fæ oft spurningar hvaða súrkál ég mæli með fyrir byrjendur og þar sem ég elska bara allt súrkál er ég sennilega ekki rétti aðilinn til að svara þessu en mögulega gæti þessi uppskrift komið til aðstoðar. Dagný súrkálsdrottning deildi því með mér um daginn að hún noti stundum súrkál í guacamole. Ég prófaði það strax um kvöldið og vá það er alveg truflað! Bragðið er í raun bara ekta guacamole bragð en þú færð góðgerla sem bónus “lifandi gaucamole”. Forvitni fylgjenda kallaði á uppskrift svo hér kemur hún. Ég notaði sítrónukálið ljúfa í uppskriftina sem núna mun fást í verslunum Krónunnar (allavega stærri verslununum eins og í Lindum).

Ég póstaði real-i með uppskriftinni og sagði ykkur að ég hefði gleymt einu mikilvægu hráefni í videoinu, það var að sjálfsögðu kóreanderinn! Ég skammast mín, ekki þið gleyma því líka… nema kannski ef þið tilheyrði hópnum “við hötum kóreander”.

Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna.

Þú þarft:

“Lifandi” guacamole:
skammtur fyrir ca 2 á góðu kósíkvöldi.

  • 1 stór vel þroskaður avocado

  • 2-3 msk sítrónukálið ljúfa (súrkál frá Súrkál fyrir sælkera)

  • 1 hvítlauksrif

  • Vænn hnífsoddur jurtasalt

  • 1/2 lúka Kóreander (“valfrjálst” … en þó svolítið mikilvægt)

Aðferð:

  1. Útbúið guacamole-ið með því að setja avocado, súrkál, hvítlauk, salt og kóreander í hátt glas og maukið með töfrasprota. Ef þér finnst vanta vökva útí geturu notað vökva úr súrkálskrukkunni.

  2. Berið fram með góðu kexi eða snakki og um að gera að skreyta með spírum.

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Hið víðfræga “Date bark” með quinoa poppi og tahini

Next
Next

Hratkex … fyrir alla þá sem spyrja mig að því hvað ég geri úr djúshratinu