Ferrero Rocher nema án sykurs

Hver elskar ekki Ferrero Rocher kúlur og eru þær ekki bara þær allra jólalegustu? Ég ákvað að gera mína útgáfu af hollari Ferrero kúlum og ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum.

Færslan er unnin í samstarfi við Rapunzel á íslandi.

Þú þarft:

  • 100 gr hestlihnetur, mæli með lífrænum frá Rapunzel

  • 4-6 msk kókos-& möndlusmjör m/döðlum frá Rapunzel, sjá mynd

  • 200 gr ferskar steinhreinsaðar döðlur

  • 2 msk kakóduft

  • 1/8 tsk lífrænt vanilluduft, ég nota Rapunzel

Súkkulaðihjúpur:

  • 70-80 gr dökkt súkkulaði

  • 1 tsk kókos-& möndlusmjör m/döðlum frá Rapunzel

  • 1 msk hakkaðar hestlihnetur

Aðferð:

  1. Takið 10-12 hestlihnetur frá til að setja inní miðjuna á kúlunum.

  2. Valfrjálst skref. Veltið fráteknu hnetunum uppúr 2 msk af kókos-& möndlusmjöri í lítilli skál og kælið.

    *Hér er hægt setja skálina beint inní fyrsti eða veiða hneturnar uppúr smyrjunni og raða á bökunarpappí og setja í fyrsti. Við erum í raun bara að reyna að fá smá hjúp utan um hestlihnetuna sem verður svo potað inní hverja kúlu.

  3. Útbúið kúlurnar með því að setja hestlihneturnar í matvinnsluvél og kurlið smátt, bætið þá við döðlum, kakó, vanillu og 4 msk af kókos-& möndlusmjörinu og blandið þar til þið fáið deig sem hægt er að móta í kúlur.

  4. Mótið 10-12 kúlur.

  5. Potið holu í hverja kúlu og komið kaldri hjúpaðri hestlihnetu inní hverja kúlu og þjappið deiginu fyrir gatið.

  6. Bræðið súkkulaðið ásamt kókos-& möndlusmjöri yfir vatnsbaði, bætið svo hestlihnetukurli útí.

  7. Veltið hverri kúlu uppúr súkkulaðinu og komið fyrir í íláti klæddu bökunarpappír og kælið í ísskáp eða fyrsti.

Geymist best í fyrsti, en best að leyfa kúlunni aðeins að “bráðna” áður en borðuð.

Verði ykkur að góðu.

Next
Next

Mjúkar kasjúostakúlur með sólþurrkuðum tómötum og chili