Acaí skál með mínu uppáhalds toppings
Acaí skálar hafa notið gífurlegra vinsælda síðustu ár og halda lofi sínu vel sem ég skil svo sannarlega. Acaí grunnar innihalda þó oft sykur og mér finnst alltof algengt að raunveruleg innihaldslýsing sé ekki mjög aðgengilegar fyrir neytandann. Þetta gæti ég rantað um heillengi en ég ætla að sleppa því og deila frekar með ykkur minni uppáhalds “go to” uppskrift að heimagerðri ofureinfaldri acaí skál. Uppskriftin að grunninum hafið þið sennilega einhver séð hjá mér áður en löngu kominn tími að hún fái upplyftingu og pláss á síðunni.
Bleik dreka skál
Smoothie skálar eru í miklu uppáhaldi á mínu heimili og krakkarnir kalla þær “ís”. Við gerum okkur gjarnan smoothie skál eftir leikskóla og veljum okkur eitthvað gott til að toppa skálina með. Sjálf get ég borðað smoothieskál sem morgun-, hádegis-, eða kvöldmat á hvaða árstíma sem er, ég bara elska allt við þær. Frábær leið til að borða ávexti og ber og ekki skemmir fyrir hversu fljótlegt og einfalt er að græja þær og uppvaskið lítið.