Sykurlausar súkkulaðiplötur

Nýlega pantaði ég súkkulaði á netinu sem var sætað með döðlum og ég varð að gera tilraun í að endurgera það hér heima. Hér kemur mín útgáfa sem er í dekkri kanntinum en áferðin er vel lekandi og alveg rými fyrir fleiri döðlur fyrir þá sem vilja sætara súkkulaði.

Færslan er unnin í samstarfi við Rapunzel á íslandi.

Þú þarft:

  • 1 dl lífrænir kakósmjörsdropar frá Rapunzel

  • 3 msk kakó

  • 1/2 dl ferskar döðlur (ca 45gr)

  • Lífrænt vanilluduft (valfrjálst / magn eftir smekk)

Annað:

  • Lífræn mórber, ég nota Rapunzel

  • Pekanhnetur

Hér er að sjálfsögðu hægt að leika sér með allaskonar samsetningar en með smá hnetum og mórberjum færðu smá auka crunchy áferð sem er skemmtileg í súkkulaði finnst mér.

Aðferð:

  1. Byrjið á að bræða kakósmjörið yfir vatnsbaði í rólegheitunum.

  2. Hellið bræddu kakósmjörinu ásamt döðlum og kakói í lítið blandaraílát, einnig hægt að nota töfrasprota og blandið vel þar til áferðin er nokkuð slétt.

    *Hér má smakka, bættu endilega meira af döðlum eða vanillu ef þú vilt hafa það ögn sætara.

  3. Hellið í súkkulaðiform, toppið með pekanhnetum og mórberjum og kælið í ísskáp eða frysti.

Uppskriftin dugir í ca 2-3 súkkulaðiplötuform, mæli frekar með fylla ekki formið alveg svo platan verði í þynnra lagi.

Verði ykkur að góðu.

Next
Next

Ferrero Rocher nema án sykurs