Aðalréttir (Main Courses), SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses), SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Quinoa salat með grænáli og ólífum

Síðasta sumar fórum við í útilegu og vinkona mín tók með sér ferskt quinoa salat í nesti. Það var meira með asísku ívafi en þetta kveikti svo sannarlega á quinoasalats dellu hjá mér. Svo tókum við Ragnar núllstillingu í mattarræðinu og þetta quinoa salat með hvítlauks-sítrus dressingu, ólífum, grænkáli og döðlum varð algjört uppáhald. Hentar vel í útilegu nesti, sem má borða kallt og er æðislega bragðgott. Frábært líka til að kippa úr ísskápnum og hafa sem meðlæti við fljótlega máltíð. Einnig frábært að bæða við dós af nýrnabaunum útí og gera það enn matmeira.

Read More
Eftirréttir & annað sætt, SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir Eftirréttir & annað sætt, SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Krydduð vegan ostakúla með dillhjúp

Kex og ostar er eitthvað sem við þekkjum og tengjum jafnframt við kvöldstund þar sem gera á vel við sig eða hátíðlegri tilefni. Þótt þú gerist vegan þarf enginn lúxus að hverfa og auðveldlega hægt að útbúa fljótlegar ostakúlur sem gefa kúaostunum ekkert eftir. Kostirnir við að krydda ostinn sjálfur eru svo auðvitað að möguleikarnir eru endalausir.

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Klassískur hummus í sparifötum

Miðausturlenska matargerð heillar mig örugglega mest af allri matargerð og hummus í morgunmat er eitthvað sem ég gæti vel tileinkað mér. Hér er ekta heimagerður hummus úr soðnum kjúklingabaunum með mikið af tahini því þannig Á hummus að vera að mínu mati.

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Hátíðleg kex dýfa

Klárlega ein uppáhalds, ótrúlega einföld en á sama tíma hátíðleg! Fullkomin til að bjóða uppá í vinakvöldinu en getað græjað á nokkrum mínutúm eða til að hafa með á vegan ostabakkann.

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Oatly perludipp

Sænsk oatly perlu dip! Fyrsta uppskriftin sem ég póstaði með þangperlum varð heldur betur vinsæl. Þangperlur er staðgengill kavíarperla og einnkennast margir hátíðarréttir Svíja af einmitt kavíarperlum en auðvelt að veganæsa með því að nota þangperlur í staðinn. Við höldum okkur við sænskt þema og notum elsku uppáhalds Oatly sýrða og Oatly rjómaostinn í þessa uppskrift. Ég fer sjaldan útúr búð án þeirra. Þangperlurnar hafa fengist í ikea en því miður hefur verið skortur á þeim í einhvern tíma. Ég held í vonina að einhver matvöruverslun fari að flytja þetta inn.

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Waldorfsalat

Waldorfsalat með pekan hentum, sellerí, eplum og vínberjum. Salat sem er ómissandi um jólin og þökk sé vegan úrvalinu í dag er ekkert mál að setja það í vegan búning.

Read More