Mexico platti

Tortilla vefjur, nachos og ferskt guacamole. Klassískt, gott og passar við öll tilefni.

Færslan er unnin í samstarfi við innnes.

Þú þarft:

Vefjurnar:

  • 4 stórar tortillapönnukökur frá Mission (venjulegar eða með grillrönd)

  • 1 dl lífræn mission salsa sósa

  • 1 askja oatly hafrasmurostur

  • 1/2 smátt skorinn púrrulaukur eða vorlaukur

  • hnífsoddur salt

  • kóreander fyrir kóreander elskendur

Guacamole:

  • 2 stórir þroskaðir avokadóar

  • safi úr 1/2 lime

  • 1 msk smátt skorinn rauðlaukur

  • 2 msk smátt skorinn kóreander

  • 1 rifið hvítlauksrif

  • 1/4 tsk jurtasalt eða himalaya

Annað:

  • Mission nachos

  • 1 krukka lífræn Mission salsa sósa til að hafa með

  • Salatblöð eða kóreander til að skreyta með

Aðferð:

  1. Blandið saman hafrasmurosti, salsa sósu, púrrulauk/vorlauk og salti.

  2. Smyrjið blöndunni á tortillavefjurnar, rúllið þeim upp og skerið í passlega munnbita.

  3. Útbúið guacamoleið með því að stappa saman avokadó við limesafa, smáttskorinn rauðlauk, kóreander og hvítlauk. Smakkið til og bætið við salti eftir smekk.

  4. Raðið vefjubitunum á bakka og berið fram með guacamole og söltuðum nachos og salsasósu til hliðar.

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Mangó Lassi með ástaraldin

Next
Next

Hátíðleg kex dýfa