Heimagert pestó

Heimagert vegan pestó. Gott með öllu, á brauðið, á lasagneið, með pasta eða útá salat skálina.

Þú þarft:

Pestóið:

  • 1 pottur basilika

  • 1 pottur steinselja

  • 1/2 geiralaus hvítlaukur (ca 3 hvítlauksrif)

  • 50 gr hampfræ

  • 200 gr kasjúhnetur

  • ca 2,5 dl góð ólífuolía

  • ca 1 tsk safi úr sítrónu

  • salt

Aðferð:

  1. Útbúið pestóið með því að setja basilikuna, steinseljuna, hvítlauk, salt og smá af olíunni í
    matvinnsluvél/blender, mér finnst best að nota svona blandaraunit sem fylgir oft með
    töfrasprotum. Það er líka hægt að setja þetta í hátt glas og blanda með töfrasprota.

  2. Bætið svo meiri olíu útí, ágætt að geyma smá þar til í lokinn.
    Setjið svo hampfræin og hneturnar útí og púlsið eða blandið í ca 2 sekúndur og stoppið og endurtakið þar til hneturnar er orðnar vel muldar en gefi pestóinu þó grófleika og verði ekki alveg rennisléttur.

  3. Bætið við olíu eftir þörf og hrærið þangað til áferðin verður eins og þið viljið hafa hana. Ég vil að það sé ekki of þunnt en renni samt úr skeiðinni.

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Mexikósk tómatsúpa með baunum

Next
Next

Nan brauð