Hátíðleg kex dýfa

Oatly kex dip

Klárlega ein uppáhalds, ótrúlega einföld en á sama tíma hátíðleg! Fullkomin til að bjóða uppá í vinakvöldinu en getað græjað á nokkrum mínutúm eða til að hafa með á vegan ostabakkann.

Færslan er unnin í samstarfi við oatly á íslandi.

Þú þarft:

  • 1 oatly rjómaostur - bláa dollan (150gr)

  • 45 gr hnetur

  • 45 gr trönuber

  • 15 gr graslaukur

  • hnífsoddur jurtasalt

Aðferð:

  1. Ristið pekanhneturnar á pönnu í ca 2 mínútur

  2. Saxið trönuberin og gralaukin smátt.

  3. Blandið öllu saman nema smá hluta af hnetunum, trönuberjunum og graslaukum.

  4. Smakkið til með jurtasalti.

  5. Blandið saman og berið fram í skál og skreytið með restinni af hnetunum, trönuberjum og graslauknum.

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Mexico platti

Next
Next

Oatly "overnight oats"