Krydduð vegan ostakúla með dillhjúp
Kex og ostar er eitthvað sem við þekkjum og tengjum jafnframt við kvöldstund þar sem gera á vel við sig eða hátíðlegri tilefni. Þótt þú gerist vegan þarf enginn lúxus að hverfa og auðveldlega hægt að útbúa fljótlegar ostakúlur sem gefa kúaostunum ekkert eftir. Kostirnir við að krydda ostinn sjálfur eru svo auðvitað að möguleikarnir eru endalausir.
Klassískur hummus í sparifötum
Miðausturlenska matargerð heillar mig örugglega mest af allri matargerð og hummus í morgunmat er eitthvað sem ég gæti vel tileinkað mér. Hér er ekta heimagerður hummus úr soðnum kjúklingabaunum með mikið af tahini því þannig Á hummus að vera að mínu mati.
Creamy nachos dipp
Creamy nachos dipp með oatly rjómaost, ótrúlega fersk og passar fáránlega vel með svörtu doritos.
Mexico platti
Tortilla vefjur, nachos og ferskt guacamole. Klassískt, gott og passar við öll tilefni.
Hátíðleg kex dýfa
Klárlega ein uppáhalds, ótrúlega einföld en á sama tíma hátíðleg! Fullkomin til að bjóða uppá í vinakvöldinu en getað græjað á nokkrum mínutúm eða til að hafa með á vegan ostabakkann.
Oatly perludipp
Sænsk oatly perlu dip! Fyrsta uppskriftin sem ég póstaði með þangperlum varð heldur betur vinsæl. Þangperlur er staðgengill kavíarperla og einnkennast margir hátíðarréttir Svíja af einmitt kavíarperlum en auðvelt að veganæsa með því að nota þangperlur í staðinn. Við höldum okkur við sænskt þema og notum elsku uppáhalds Oatly sýrða og Oatly rjómaostinn í þessa uppskrift. Ég fer sjaldan útúr búð án þeirra. Þangperlurnar hafa fengist í ikea en því miður hefur verið skortur á þeim í einhvern tíma. Ég held í vonina að einhver matvöruverslun fari að flytja þetta inn.
Ólífu- & pestósnúðar
Vegan ólífu- & pestósnúðar á korteri! Eftir fyrsta bitann sagði mamma: “Þetta eru nú bara bestu pizzasnúðar sem ég hef smakkað”…….. Og ég er sammála henni!! Bragðmiklir, mjúkir, djúsí og svo einfaldir.
Waldorfsalat
Waldorfsalat með pekan hentum, sellerí, eplum og vínberjum. Salat sem er ómissandi um jólin og þökk sé vegan úrvalinu í dag er ekkert mál að setja það í vegan búning.