Bananaís með vanillu

Ef það hefur einhvertíman verið veður fyrir ís þá var það svo sannarlega í dag, vonum að spáin haldi áfram að vera svona geggjuð.

Ís þarf svo sannarlega ekki að vera sykraður en hér deili ég með ykkur okkar uppáhalds ís… sem má borða í morgunmat. Við gerum hann svo oft að mér finnst einhvernegin eins og allir hljóti að hafa gert sér bananaís og þar af leiðandi aldrei deilt þessari einföldu uppskrift hér áður. En hér er hún komin og á vel verðskuldað pláss á síðunni.

Færslan er unnin í samstarfi við Rapunzel á íslandi en fyrir ekta vanillubragð nota ég lífrænt vanilluduft frá Rapunzel úr ekta vanillu.

Þú þarft:

  • 4 frosna banana. Smátt skorna.

  • 1/4 tsk ekta vanilluduft frá Rapunzel

  • 3 ferskar döðlur (sem þarf að steinhreinsa)

  • möndlumjólk, eins lítið og þú kemst upp með.

Toppað með:

Jarðaberjum, kakónibbum og þinni uppáhalds sósu, t.d. þessari

Aðferð:

Undirbúningur: frystið þroskaða banana án hýðis.

  1. Skerið niður frosnu bananana (ef þið frystuð þá ekki sneidda)

  2. Komið frosnu bönununum fyrir í blandara eða matvinnsluvél ásamt vanillunni og döðlunum og blandið í smá stund.

    Ef þú átt blandara þar sem hægt er að hræra í með sprota á meðan hann blandar er það mjög hentugt, ef ekki gæti matvinnsluvél hentað betur. Þú gætir þurft að opna matvinnsluvélina eða blenderinn af og til, til að skafa meðfram hliðunum.

  3. Bætið smá möndlumjólk útí til að auðvelda blandaranum/matvinnsluvélinni, notið lítið í einu svo þið náið ísnum eins þykkum og mögulegt.

Fyrir hvað marga? Ég hef séð fólk halda því fram að ís úr 4 bönunum dugi fyrir 2…. það er annað uppá teningnum heima hjá mér. Leyfi ykkur að finna út hvað hentar ykkur ;)

Verði ykkur að góðu.

Next
Next

Sykurlaust granóla með kókos og kakó