Bananaíspinnar

Frosnir bananar umbreytast í algjört nammi þegar maður frystir þá. Mæli svo sannarlega með því að leika sér með frosna banana. Mæli með að útbúa svona pinna fyrir litla kroppa og kalla það ís. Það verður enginn svekktur því þetta er fullkominn krakkaís sem mömmurnar stelast í.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Indverskar vefjur með tófú og chutney

Indverks vefja með tófú, chutney, ferskri jógúrt sósu og kóreander. Þessar vefjur uppfylla svo sannarlega mína skilgreininguna á comfort food. Það eru sennilega allir sem hafa fylgt mér á instagram í einhvern tíma búnir að átta sig á að ég ELSKA tófú…. og kóreander…. og indverskt… Setjum það svo allt saman inní vefju og hAlelúJA!

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Hátíðleg kex dýfa

Klárlega ein uppáhalds, ótrúlega einföld en á sama tíma hátíðleg! Fullkomin til að bjóða uppá í vinakvöldinu en getað græjað á nokkrum mínutúm eða til að hafa með á vegan ostabakkann.

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Oatly perludipp

Sænsk oatly perlu dip! Fyrsta uppskriftin sem ég póstaði með þangperlum varð heldur betur vinsæl. Þangperlur er staðgengill kavíarperla og einnkennast margir hátíðarréttir Svíja af einmitt kavíarperlum en auðvelt að veganæsa með því að nota þangperlur í staðinn. Við höldum okkur við sænskt þema og notum elsku uppáhalds Oatly sýrða og Oatly rjómaostinn í þessa uppskrift. Ég fer sjaldan útúr búð án þeirra. Þangperlurnar hafa fengist í ikea en því miður hefur verið skortur á þeim í einhvern tíma. Ég held í vonina að einhver matvöruverslun fari að flytja þetta inn.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

One pot pasta

Við gerðum upp íbúðina okkar haustið 2020 og í biðinni eftir borðplötu elduðum við á ferðahellu. Það kom sér þá vel að geta útbúið einfalda rétti í einum potti. Þessi réttur varð til á þessu tímabili og var eldaður oft og mörgum sinnum. Mér fannst svo kjörið að vígja nýja fallega pottinn minn með One Pot uppskrift en potturinn er búinn að bíða þolinmóður í kassa eftir flutningum í meira en ár.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Pataks linsupottréttur

Pataks linsupottréttur með basmati hrísgrjónum. Ódýrt og einfalt. Linsubaunir er frábærlega hollar og mjög auðvelt að nota þær í pottrétti. Til að einfalda lífið ennþá meira er svo frábært að nýta sér tilbúnar kryddblöndur eða paste eins og Madras Spice pasteið frá Pataks en það er mjög bragðgott og bragðmikið og við notum það mikið í pottrétti eða súpur.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Spicy Tófú spjót á grillið

Tófúspjót á grillið. Tófú er algjörlega mitt uppáhald og vel ég það framyfir allar þær kjötlíkis afurðir á markaðnum. Það er engin undantekning þegar það kemur að því að grilla en það má vel skella því á grillið og endalaust hægt að leika sér með marineringar. Hér erum við með tófúsprjót með spicy indversku þema, borið fram með hvítlauksjógúrsósu.

Read More