Lífrænt appelsínu- og súkkulaði granóla
Ekkert jafnast á við heimagert granóla. Hér höfum við lífrænt appelsínu- og súkkulaði granóla sem fyllir heimilið af ljúfum ilm.
Rauðrófusmoothie a.k.a járnbúst í glasi
Rauðrófusmoothie, sannkallað JÁRN- búst í glasi….eða krukku! Mér til mikillar gleði hefur þessi orðið vinsæll á meðal óléttra kvenna, allavega miðað við skilaboðin sem ég hef fengið. Ég mæli með að gefa þessum séns og ég lofa að þér mun finnast hann lúmst góður ef ekki geggjaður. Hann er löngu orðinn næstum daglegur hjá mér og Róbert minn elskar hann líka
Rautt dahl
Indverskt rautt dahl borið fram með hrísgrjónum og nan brauði. Þessi réttur er ekki bara bráðhollur heldur hlægilega ódýr.
Falafel skál með tahinisósu
Falafel eru saðsamar bollur úr kjúklingabaunum og hægt að bera þær fram á ótal vegu. Að mínu mati á alltaf að bera falafel fram með tahinisósu, þá fær maður ekta austurlenskan fíling. Hér höfum við einfalda útgáfu af falafel disk með tahinisósu.
Rjómapasta með pestó
Pestópasta er eitthvað sem var mikið á mínu heimili þegar ég var lítil. Svo þægilegt að skella bara grænu pestói útá pasta og málið dautt. Hér er pestó pastað gert enn meira djúsí með því að útbúa rjómalagaða pestósósu með hvítlauk. Lífrænu grænu ólífurnar setja svo punktinn yfir i-ið en þær gera að mínu mati bara allt betra.
Waldorfsalat
Waldorfsalat með pekan hentum, sellerí, eplum og vínberjum. Salat sem er ómissandi um jólin og þökk sé vegan úrvalinu í dag er ekkert mál að setja það í vegan búning.