Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Grænt salat með steiktum kjúklingabaunum

Baunir úr dós er svo handhægur og fljótlegur próteingjafi. Ég er með æði fyrir lífrænum kjúklingabaunum núna og mér finnst svo gott að steikja þær í smá stund á pönnu með kryddum til að setja útá stórt og gott salat og þar með gera það matmeira og næringaríkara. Þú getur í raun notað hvaða krydd eða kryddblöndur sem er. Ég er að dýrka tilbúnu kryddblöndurnar frá Kryddhúsinu, að þessu sinni valdi ég miðausturlenska kryddblöndu sem mér finnst passa einstaklega vel með tahinisósunni. Baunir innihalda ekki bara prótein heldur einnig vítamín, steinefni og trefjar, sannkölluð “all in one” fæða. Ég myndi einnig segja að lífrænar baunir úr dós séu hinn fullkomni skyndibiti fyrir litlu krílin. Fyrir utan hvað þær eru hollar og góðar eru þær líka skemmtilegar fyrir litla putta.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Mexikó salat

Þegar ég bjó í Svíþjóð var varla hægt að komast hjá því að taka upp hefðina “taco fredag”, eða taco föstudag. En þá ber maður fram allskonar grænmeti, vegan hakk og baunir ásamt sósum og setur inní vefjur. Yfirleitt var afgangur sem maður skutlaði í box og gat borðað daginn eftir sem mexikóskt salat. Í Svíþjóð er gífurleg nestismenning og áður en fyrr varði var mexíkó salatið orðið mitt uppáhalds nesti. Hér er mín útgáfa af saðsömu mexíkó salati sem vekur alla bragðlauka en er á sama tíma svo einfalt.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Vegan burrito með steiktu grænmeti, refried beans og tómatsalsa

Við elskum burrito en þetta er okkar útgáfa sem við gerum nánast í hverri viku. Í þetta burrito notum við refried beans en ég elska að það sé hægt að kaupa tilbúnar refied beans sem er ótrúlega bragðgott og ekki skemmir hvað það er mjúkt og gerir burritoinn extra djúsí. Ég skrifa “við” því Raggi er farinn að taka að sér að gera þennan rétt hér heima sem undirstrikar hvað hann er einfaldur.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Grænt salat með ristuðum hnetum og sesamdressingu

Veganar borða bara salat… ?

Það er ekki alveg satt en ég viðurkenni að ég gæti bara vel lifað á salati, jú því samsetningarmöguleikarnir eru endalausir og mér líður alltaf vel eftir á. Hér erum við að tala um salat sem uppfyllir að mínu mati allar þær kröfur sem salat þarf að uppfylla. Mér finnst mikið atriði að það innihaldi hráefni með ólíka áferð, sé saðsamt og að jafnvægi sé á súru, söltu og fersku bragði. Gleymum því svo ekki að við borðum líka með augunum og það skemmir ekki þegar það er fallegt á litinn. Bragðmikil dressingin setur svo punktinn yfir i-ið.

Read More
Aðalréttir (Main Courses), SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses), SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Quinoa salat með grænáli og ólífum

Síðasta sumar fórum við í útilegu og vinkona mín tók með sér ferskt quinoa salat í nesti. Það var meira með asísku ívafi en þetta kveikti svo sannarlega á quinoasalats dellu hjá mér. Svo tókum við Ragnar núllstillingu í mattarræðinu og þetta quinoa salat með hvítlauks-sítrus dressingu, ólífum, grænkáli og döðlum varð algjört uppáhald. Hentar vel í útilegu nesti, sem má borða kallt og er æðislega bragðgott. Frábært líka til að kippa úr ísskápnum og hafa sem meðlæti við fljótlega máltíð. Einnig frábært að bæða við dós af nýrnabaunum útí og gera það enn matmeira.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Tikkamasala tófú

Indverskur creamy pottréttur með tófúbitum, ég lofa þér einfaldleika og minimum effort eldamennsku sem kemur ekki niður á bragðinu. Ég notast við mitt uppáhalds tikkamasala paste frá Pataks (ath ekki tikkamasala sósuna heldur paste-ið) en það einhverneginn gerir allt svo gott.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Pylsa með dass af töfrabragði

Ég fékk að taka þátt í svo ótrúlega skemmtilegri herferð með Krónunni síðasta sumar. Herferðin hét Dass af töfrabragði og var fókus á grilluppskriftir fyrir góða veðrið. Ég gerði könnun á instagram til að athuga hvort fylgjendur mínir myndu geta giskað á hvaða töfrabragð ég myndi nota…. Ég komst að því að ég er mjög fyrirsjáanleg og voru mjög margir sem giskuðu á SÚRKÁL ! Haha og það var nákvæmlega það sem ég hafði hugsað mér sem “töfrabragð” en í þessari uppskrift leyfum við Rauðmeti og Kimchi frá súrkál fyrir sælkera að sjá um töfrana.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Sushiskál

Hver elskar ekki sushi? já vegan sushi ! Það er frekar tímafrekt maus að dunda við það þó það sé líka ótrúlega skemmtilegt en stundum er líka bara hægt útbúa sushi skál í staðinn og bragðlaukarnir verða alveg jafn glaðir.

Read More