Fylltir tortillu þríhyrningar með spicy guacamole, salsa og vegan sýrðum

Djúpsteiktar tortillapönnukökur, fylltar með refried beans. Borið fram með spicy guacamole, mildu salsa og vegan sýrðum rjóma. Þetta er jafn gott og þetta hljómar! Ótrúlega einfalt og meira að segja fljótlegt.

Færslan er unnin í samstarfi við old el paso.

Þú þarft:

  • olía til djúksteikingar

  • 1 pakki old el paso tortillur (6 large)

  • 1-2 dósir refried beans frá old el paso

  • 1 krukka mild salsa frá old el paso

  • 1 askja oatly sýrður rjómi (ifraiche)

Guacamole:

  • 3 þroskaðir avocadoar

  • 1/2 rifinn geiralaus hvítlaukur eða 2-3 hvítlauksrif

  • 1/2 grænn chili (ég set fræin með)

  • 1/2 lime (safinn)

  • 1/4 tsk jurtasalt

  • smátt saxaður ferskur kóreander (magn fer eftir smekk)

Hveitilím:

  • 2 tsk hveiti

  • 2 tsk vatn

Aðferð:

  1. Hitið refried beans á miðlung hita í potti í nokkrar mínútur.

  2. Skerið tortillurnar þvert og takið hvern helming og brjótið saman svo að opinn vasi myndist. Fyllið vasann af refried beans. Notið hveitilím til að loka endunum með því að bleyta puttann í hveiti/vatns blöndu og strjúka endana sem lokast að innan verðu.

  3. Hitið upp olíu í djúpri pönnu eða potti. Djúpsteikið þríhyrningana uppúr olíunni. Ekki fara frá pönnunni því þetta gerist hratt.

  4. Útbúið guacamoleið með því að blanda öllu saman nema kórendernum með töfrasprota. Saxið svo kóreanderinn smátt og hrærið saman við. Smakkið til og bætið við meiri limesafa eða salti eftir smekk.

*ath ekki hella djúpsteikingarolíunni í vaskinn. Setjið hana í tóma flösku og geymið þar til næsta ferð er farin á sorpu og fargið með spylliefnum.

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Bananapönnsur

Next
Next

Mexikó salat