Grænmeti í ofni með quinoasalati & heimagerðu pestó

Hér höfum við matmikið salat með quinoa, ofnbökuðu rótargrænmeti, grænu pestói, baunum og súrkáli. Hægt að borða bæði heitt og kalt svo það er tilvalið að nota afgangana til að grípa með sér í nesti daginn eftir.

Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna.

Þú þarft:

  • Ólífuolía

  • 2 litlar rauðrófur

  • 1 stór sæt kartafla

  • 1 rauðlaukur

  • 3 dl quinoa

  • 1 teningur grænmetiskraftur

  • Salatblanda

  • 1 dós lífrænar nýrnabaunir

  • súrkál - klassískt með kúmeni frá súrkál fyrir sælkera

Pestóið:

  • 1 pottur basilika

  • 1 pottur steinselja

  • 1/2 geiralaus hvítlaukur (ca 3 hvítlauksrif)

  • 50 gr hampfræ

  • 200 gr kasjúhnetur

  • ca 2,5 dl góð ólífuolía

  • ca 1 tsk safi úr sítrónu

  • salt

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 200°C. Byrjið á að skræla rauðrófurnar, einnig má skræla sætu kartöfluna en það þarf ekki. Skerið rauðrófurnar og sætu kartöfluna í teninga og rauðlaukinn í þunnar sneiðar.

  2. Komið grænmetinu fyrir í eldfast mót og setjið vel af ólífuolíu yfir grænmetið ásamt salti.

  3. Hitið í ofni í 35-40 mínútur eða þar til rótargrænmetið er orðið vel mjúkt.
    (Hér er auðvitað líka hægt að krydda með allskonar jurtakryddblöndum)

  4. Sjóðið quinoað á miðlungsháum hita í hlutföllun 1 á móti 2, 3 dl quina á móti 6 dl af vatni,
    ásamt 1 teningi af grænmetiskrafti. Quinoað er tilbúið þegar það hefur dregið í sig allan
    vökvann, það tekur yfirleitt um 10-12 minútur eftir að suðan hefur komið upp.

  5. Skolið nýrnabaunirnar, óþarfi er að sjóða þær en hægt er að blanda þeim saman við
    quinoað til að þær hitni.

  6. Útbúið pestóið með því að setja basilikuna, steinseljuna, hvítlauk, salt og smá af olíunni í
    matvinnsluvél/blender, mér finnst best að nota svona blandaraunit sem fylgir oft með
    töfrasprotum. Það er líka hægt að setja þetta í hátt glas og blanda með töfrasprota.

  7. Bætið svo meiri olíu útí, ágætt að geyma smá þar til í lokinn.
    Setjið svo hampfræin og hneturnar útí og púlsið eða blandið í ca 2 sekúndur og stoppið og endurtakið þar til hneturnar er orðnar vel muldar en gefi pestóinu þó grófleika og verði ekki alveg rennisléttur.

  8. Bætið við olíu eftir þörf og hrærið þangað til áferðin verður eins og þið viljið hafa hana. Ég vil að það sé ekki of þunnt en renni samt úr skeiðinni.

  9. Berið rótargrænmetið fram með salatblöndu, quinoa, nýrnabaunum og pestó. Toppið
    gjarnan með safa úr sítrónu og klassísku súrkáli.

Verði ykkur að góðu. Hlakka til að sjá þína útgáfu.

Previous
Previous

Smoothie með frosnum vínberjum

Next
Next

Grænt salat með ristuðum hnetum og sesamdressingu