Mexikó salat
Þegar ég bjó í Svíþjóð var varla hægt að komast hjá því að taka upp hefðina “taco fredag”, eða taco föstudag. En þá ber maður fram allskonar grænmeti, vegan hakk og baunir ásamt sósum og setur inní vefjur. Yfirleitt var afgangur sem maður skutlaði í box og gat borðað daginn eftir sem mexikóskt salat. Í Svíþjóð er gífurleg nestismenning og áður en fyrr varði var mexíkó salatið orðið mitt uppáhalds nesti. Hér er mín útgáfa af saðsömu mexíkó salati sem vekur alla bragðlauka en er á sama tíma svo einfalt.
Spæsí chipotle salat
Hér erum við með ótrúlega ferskt og gott salat með spicy tófú og jalapeno dressingu. Algjör bragðlauka bomba. Við getum sagt að þetta salat sé sumarlegt og saðsamt.
Heimagert granóla með döðlum og kanil
Það jafnast ekkert á við heimagert granóla og ég tala nú ekki um hvað það eldhúsið ilmar á meðan það er í ofninum. Gott á jógúrt, á smoothie skálina eða bara í lófann og beint uppí munn. Svo hef ég líka stundum gefið svona granóla í gjöf í fallegri krús með slaufu og miða með innihaldi eða uppskrift.
Vegan burrito með steiktu grænmeti, refried beans og tómatsalsa
Við elskum burrito en þetta er okkar útgáfa sem við gerum nánast í hverri viku. Í þetta burrito notum við refried beans en ég elska að það sé hægt að kaupa tilbúnar refied beans sem er ótrúlega bragðgott og ekki skemmir hvað það er mjúkt og gerir burritoinn extra djúsí. Ég skrifa “við” því Raggi er farinn að taka að sér að gera þennan rétt hér heima sem undirstrikar hvað hann er einfaldur.
Ávaxtasalat með döðlum, kókos & þeyttum hafrarjóma
Ávextir eru góðir einir og sér en þegar búið er að skera þá niður og blanda saman í skál verða þeir eitthvað extra góðir. Bætum svo við þeyttum hafrarjóma og við erum komin með fullkominn eftirrétt fyrir stóra og litla munna. Tilvalið á kósýkvöldi.
Hversdagslegt tófú í ofni með quinoa og jógúrt dillsósu
Hversdagslegt tófú í ofni með quinoa og jógúrt dillsósu. Svona týpísk þriðjudagsmáltíð. Tófú í staðinn fyrir fiskinn? ;)
Vegan crossaint-bollur
Fáránlega einfaldar vegan crossaint bollur. Fylltar með sykurlausum glassúr, jarðaberjum og oatly þeytirjóma.
Chili sin carne
Heitur chili réttur með smá spæsí kikki og kakó. Vegan útfærsla af hefðbundum “chili con carne” nema með baunum í stað kjöts
Klassískur hummus
Einn klassískur hummus eins og ég geri hann. Ég elska tahini og ég vil hafa MIKIÐ af ljósu tahini í mínum hummus
Mexikósk tómatsúpa með baunum
Mexikósk tómatsúpa með baunum og toppuð með nachos, vegan osti, kóreander og oatly sýrðum rjóma.
Heimagert pestó
Heimagert vegan pestó. Gott með öllu, á brauðið, á lasagneið, með pasta eða útá salat skálina.
Lífrænt ofurfljótlegt pönnumúslí
Múslí útbúið á pönnu á nokkrum mínútum. Fullkomið þegar maður vill græja fullkomna smoothie skál með engum fyrirvara.
Kjúklingabaunir í tikkamasala sósu
Ótrúlega einfaldur og fljótlegur kjúklingabaunaréttur í tikkamasalasósu. Borinn fram með vegan raithu og hýðishrísgrjónum.
Ferskt Thai tófú salat með uppáhalds miso dressingunni
Salat, tófu og misodressing allt í einni skál!? Það verður varla betra. Það fer ekki framhjá neinum að ég elska tófú en tófú hefur faktíst verið uppáhalds maturinn minn frá því ég man eftir mér. Hér er thaí inspireraður núðluréttur með tófú og minni uppáhalds miso dressingu.
Sykurlaust “súkkulaði” bananabrauð
Hvað á að gera við brúnu bananana? Mjög auðvelt svar ef þú spyrð mig. Þú bakar nákvæmlega þetta bananabrauð! Bananabrauð nær nýjum hæðum með þessu kakótvisti og kókosinn gerir það enn sætara. Sykur er algjörlega óþarfi í bananabrauð að mínu mati. Við fáum ekki nóg af þessu hér heima.
Smoothie með frosnum vínberjum
Einstaklega ferskur smoothie með frosnum vínberjum og möndlusmjöri sem við fáum ekki nóg af. Mér finnst best að nota H-berg möndlusmjörið í þennan, það er smá salt í því sem er extra gott á móti sætu ávöxtunum.