Lífrænt ofurfljótlegt pönnumúslí
Múslí útbúið á pönnu á nokkrum mínútum. Fullkomið þegar maður vill græja fullkomna smoothie skál með engum fyrirvara.
Smoothie með frosnum vínberjum
Einstaklega ferskur smoothie með frosnum vínberjum og möndlusmjöri sem við fáum ekki nóg af. Mér finnst best að nota H-berg möndlusmjörið í þennan, það er smá salt í því sem er extra gott á móti sætu ávöxtunum.
Mega boltar… Omega 3 boltar
MEGA boltar! Omega boltar…. Omega 3 boltar !! Omega 3 er ekki bara í lýsi heldur líka í þessum dásamlegu nammikúlum sem kláruðust um leið og ég var búin að taka mynd…Að gera svona nammikúlur er líka frábær skemmtun fyrir smáfólk.
Sætur rauðrófusmoothie
Ef þú hefur fylgt mér á instagram ættiru að kannast við þennan, já eða hinn…. en rauðrófusmoothie-arnir hafa verið í uppáhaldi hjá mér nokkuð lengi og ég fæ ekki leið!
Sykurlaus súkkulaðisjeik
Sykurlaus súkkulaðisjeik sem gefur nafninu ekki eftir. Við Róbert eeeelskum þennan!
Carobkúlur
Carob er einhverskonar frændi Cacao og er oft notað eins og cacao en smakkast þó alls ekki eins. Carob er örlítið sætara og er algjörlega koffínlaust og inniheldur auk þess allskonar steinefni og b vítamín.
Bananaíspinnar
Frosnir bananar umbreytast í algjört nammi þegar maður frystir þá. Mæli svo sannarlega með því að leika sér með frosna banana. Mæli með að útbúa svona pinna fyrir litla kroppa og kalla það ís. Það verður enginn svekktur því þetta er fullkominn krakkaís sem mömmurnar stelast í.
Mangó Lassi með ástaraldin
Vegan útgáfa af indverskum mangó lassa en hér með smá ástaraldin tvisti. Við getum líka bara kallað þetta sykurlaust mangó- og ástaraldin jógúrt.
Ólífu- & pestósnúðar
Vegan ólífu- & pestósnúðar á korteri! Eftir fyrsta bitann sagði mamma: “Þetta eru nú bara bestu pizzasnúðar sem ég hef smakkað”…….. Og ég er sammála henni!! Bragðmiklir, mjúkir, djúsí og svo einfaldir.
Lífrænt appelsínu- og súkkulaði granóla
Ekkert jafnast á við heimagert granóla. Hér höfum við lífrænt appelsínu- og súkkulaði granóla sem fyllir heimilið af ljúfum ilm.
Rauðrófusmoothie a.k.a járnbúst í glasi
Rauðrófusmoothie, sannkallað JÁRN- búst í glasi….eða krukku! Mér til mikillar gleði hefur þessi orðið vinsæll á meðal óléttra kvenna, allavega miðað við skilaboðin sem ég hef fengið. Ég mæli með að gefa þessum séns og ég lofa að þér mun finnast hann lúmst góður ef ekki geggjaður. Hann er löngu orðinn næstum daglegur hjá mér og Róbert minn elskar hann líka