SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Rauðrófusalat með próteinspírum og ristuðum sesamfræjum

Þetta salat er ekki bara ótrúlega gott heldur algjört dúndur hvað varðar næringu. Rauðrófurnar þarf varla að kynna en þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér og eru tíður gestur á miðlinum mínum. Þær eru fullar af næringu, járni og styðja einnig við nýrun og lifrina sem gegna meðal annars því mikilvægi hlutverki að hreinsa kroppinn. Til að trompa þetta salat bætum við útí spíraðri próteinblöndu (spíraðar linsur og mungbaunir) sem er frábær uppspretta af basískum próteinum. Auk þess eru spíraðar linsur og baunir auðmeltanlegar og næringin auðveld í upptöku sem sparar líkamanum orku.

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Gazpacho

Gazpacho er köld tómatsúpa sem gjarnan er borðuð á Spáni og Portúgal á heitum sumardögum. Ég verð vör við það að margir séu að spá í því í hvaða röð matur skal borðaður og þá helst í sambandi við blóðsykursstjórnun. Með þessari uppskrift langar mig að sá fræi inní þá umræðu þó með allt annan fókus. Gazpacho súpa er nefninlega frábær sem forréttur til að leggja grunn fyrir komandi máltíð, þá sérstaklega ef máltíðin er elduð.

Ferskt og hrátt grænmeti inniheldur trefjar og ensím sem eru nauðsynleg fyrir meltinguna okkar og vítamínin eru í sinni upprunalegu mynd. Við eldun tapast náttúruleg ensím fæðunnar og göngum við þá á birgðir líkamans. Meltingaóþægindi geta gert vart við sig ef okkur skortir ensím.

Read More
Aðalréttir (Main Courses), MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses), MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Spírusamloka með tahini og sinnepi

Samlokur eru sennilega smurðar á flestum heimilum og afhverju ekki að setja spírur inní þær til að gera þær næringaríkari og bústa upp ensím- og vítamínbúskapinn? Það er mjög sniðug leið til að koma spírum inní daginn. Svo er fjölbreytileiki spíra líka skemmtilegur og gefur ólíkt bragð eftir ólíkum spírum, sumar eru nokkuð hlutlausar og aðrar með skemmtilegan karakter, veldu t.d. blaðlauksspírur fyrir smá laukbragð eða radísuspírur til að gera hana smá spicy.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Sumarsalat með kasjúosti, vatnsmelónu og sítrónudressingu

Þetta hefur verið mitt uppáhalds sumarsalat síðan ég smakkaði svona salat á Raw veitingastað í Gautaborg þegar ég bjó þar. Ég man að ég gat ekki hætt að hugsa um þetta ferska salat sem þau buðu uppá og ég bara varð að endurskapa það í eldhúsinu mínu stax sömu vikuna. Þetta voru mín fyrstu kynni af kasjúosti og hann gefur þessu létta og ferska salati þessa extra fyllingu og skemmtilegan karakter.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Salat með gulrótum, radísum, avocado og spírum borið fram með sinnepsdressingunni hans pabba

Hér kemur litríkt og gott salat, stútfullt af vítamínum þar sem hráefnið er fjölbreytt. Þetta salat er innblásið frá pabba sem býður mér reglulega á þetta salat og svo geggjuðu sinneps og appelsínu dressinguna sem hann gerir á núll einni og verður alltaf jafn góð. Spírurnar hámarka svo næringargildi salatsins með sín öflugu vítamín, ensím, prótín og lífsorku. Það líður öllum vel eftir þetta salat.

Read More