SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Smörrebröd með marineruðum gulrótum og lífrænni graflaxsósu.

Döðlusíróp er eitthvað sem ég uppgötvaði nýlega og ég elska að nota það í dressingar. Í fyrra smakkaði ég graflaxsósu í fyrsta sinn og ég er mikil sinnepskona og elska dill svo þetta var nýtt og skemmtilegt bragð fyrir mér. Þessi sósa virðist tengjast hátíðunum þó ég þekki þessa hefð alls ekki en mig langaði að gera lífræna graflaxsósu og prófa mig áfram með hátíðlegt smörrebröd. Hér erum við með smörrebröd, sem væri að sjálfsögðu hægt að bera fram sem minni snittur, með grænum blöðum, avocado,

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Brauðbollur með rjómaosti og hörfræjum

Súpubollurnar sem mamma fyllir alltaf frystinn af um jólin. Geggjaðar til að grípa í með jóladagssúpunni eða með vegan rjómaosti og sultu sem millimál yfir notalegri jólamynd. Það er í raun ekkert jólalegt við sjálfa uppskriftina nema það að bollurnar eru hluti af okkar hefð um jólin, þessar eru nefninlega líka fullkomnar í nestisboxið eða með súpunni í hvaða mánuði sem er. Ég bakaði eina uppskrift um daginn og bollurnar hurfu á sólarhring svo ég hugsa að ég brjóti hefðina og baki þessar bollur miklu oftar yfir árið. Uppskriftin er upprunalega úr bók sem mamma átti frá Fríðu Böðvars svo hún má sko aldeilis eiga heiðurinn af bollunum en hér fyrir neðan hef ég skipt út nokkrum hráefnum til að gera hana vegan.

Read More