MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Heimagerð jarðaberjamöndlumjólk með vanillu

Ef þú hefur ekki prófað að gera heimagerða möndlumjólk þá ertu að missa af! Ég bara elska hvað þetta er einfalt og hvað hún verður creamy og góð. Yfirleitt hef ég verið að gera sæta kanilmjólk en stundum er skemmtilegt að leika sér með önnur brögð. Hér erum við með jarðaberja og vanillumjólk. Hún kemur skemmtilega á óvart og minni svolítið á Power shake á Joe and the Juice fyrir þá sem hafa einhvertíman smakkað hann (hann er ekki vegan). Hún er góð ein og sér en líka skemmtileg til að nota í chiagrautinn, útá hafra- eða grjónagraut, í smoothieinn eða útí te, kamillute með jarðaberjamjólk er algjört nammi.

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Bleikur engifer chaga latte

Bleikur október stendur yfir og í dag er bleiki dagurinn. Bleikur október er herferð þar sem vakin er athygli á brjóstakrabbameini og margir verslunaraðilar leggja sitt að mörkum til að styrkja krabbameinsfélagið með söluágóða til rannsókna á brjóstakrabbameini. Þrátt fyrir að það sé jákvætt að söluágóði fari til góðra málefna þá megum við líka setja okkur í forgang og hugsa okkur tvisvar um áður en við kaupum eitthvað með ósækilegum efnum til þess eins að styðja við málefnið.

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Red velvet smoothie

Þeir sem hafa fylgt mér í einhvern tíma eru sennilega farnir að sjá það hversu hrifin ég er að rauðrófum. Það er eins og líkaminn minn sæki rosalega í rauðrófur og ég elska það. Hér er rauðrófusmoothie sem kemur svo sannarlega á óvart með smá súkkulaðikeim. Engiferið kveður burt allt sem sumir vilja kalla moldarbragð rauðrófusafans og upphefur kakóbragðið. Mæli með að þið prófið …. og hér hefur smoothie-inn verið samþykktur af æðstu gæðaeftirlitsaðilum heimilisins sem eru 7 ára og 3 ára.

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Rauðrófusalat með próteinspírum og ristuðum sesamfræjum

Þetta salat er ekki bara ótrúlega gott heldur algjört dúndur hvað varðar næringu. Rauðrófurnar þarf varla að kynna en þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér og eru tíður gestur á miðlinum mínum. Þær eru fullar af næringu, járni og styðja einnig við nýrun og lifrina sem gegna meðal annars því mikilvægi hlutverki að hreinsa kroppinn. Til að trompa þetta salat bætum við útí spíraðri próteinblöndu (spíraðar linsur og mungbaunir) sem er frábær uppspretta af basískum próteinum. Auk þess eru spíraðar linsur og baunir auðmeltanlegar og næringin auðveld í upptöku sem sparar líkamanum orku.

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Bleik engiferskot

Bleik engiferskot, þau þurfa alls ekki að vera bleik en mér finnst það skemmtilegra. Ég djúsa svo oft rauðrófur og til að fá bleika litinn vel ég að gera engiferskot í djúsvélinni beint á eftir rauðrófunum til að fá smá bleikan lit, það hefur engin áhrif á bragðið. Ég elska að eiga engiferskot í frysti og ég nota þau beint útí heitt vatn á morgnanna eða útí smoothie eða smoothieskálar sem er eiginlega nýja uppáhaldið mitt. Einn frosinn engifermoli útí blenderinn með hinu sem á að fara í smoothieskálina og hún verður extra fersk og það besta við það er að maður kemst upp með að setja meira af t.d. grænni ofurfæðu útí skálina þar sem engiferinn núllar bragðið út einhvernegin.

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Bleik dreka skál

Smoothie skálar eru í miklu uppáhaldi á mínu heimili og krakkarnir kalla þær “ís”. Við gerum okkur gjarnan smoothie skál eftir leikskóla og veljum okkur eitthvað gott til að toppa skálina með. Sjálf get ég borðað smoothieskál sem morgun-, hádegis-, eða kvöldmat á hvaða árstíma sem er, ég bara elska allt við þær. Frábær leið til að borða ávexti og ber og ekki skemmir fyrir hversu fljótlegt og einfalt er að græja þær og uppvaskið lítið.

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Bleikur hvítbaunahummus með rauðrófu og capers

Hér erum við með ótrúlega ferskan rauðrófuhummus með capers. Já eða baunahræru… tæknilega séð er þetta ekki hummus þar sem “hummus” þýðir “kjúklingabaunir” en hér nota ég hvítar cannellini baunir. Ég leyfi mér þó að kalla þessa baunahræru hummus þar sem það hljómar betur og þennan hvítbaunahummus má bera fram eins og hefðbundin hummus. Ég elska hvað rauðrófan gerir hann fallegan á litinn en tekur ekki yfir bragðið nema gefur skemmtilega sætan keim. Capersinn er svo aðeins meira áberandi í bragðinu. Það er líka skemmtileg tilbreyting að prófa sig áfram með hvítar baunir en þær eru mun mýkri en kjúklingabaunir svo þú þarf ekki að beita neinum trixum eða eiga flóknar græjur til að fá áferðina silkimjúka. Þessi fallega bleiki hummus passar æðislega vel með grænmetisstrimlum og steiktum tortillabútum/kexi eða bara útá pastaskrúfur ásamt salati og súrkáli…. eða bara eins og þú kýst að borða hummus.

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Ljúfur rauðrófusmoothie með ananas

Enn einn rauðrófusmoothie-inn. Ég bara elska að koma elsku rauðrófusafanum að í daglegu rútínunni og það sem ég mögulega elska mest er hvað smoohtie-inn verður ævintýralega fallegur á litinn. Nei sko þessi verður svo ótrúlega fallega bleikur og ég lofa ljúfu bragði.

Read More