Bleikur október …
Á meðan það er norm að deyja úr krabbameini þá gagnrýnir enginn meðferðarúrræðin sem eru í boði.
Á meðan það er norm að deyja úr krabbameini þá gagnrýnir enginn skimunaraðferðir. Við jafnvel pressum á yfirvöld að skima okkur enn fyrr á ævinni án þess að spyrja hvort skanninn valdi okkur skaða.
Á meðan enginn fær skýringar á því hvernig krabbamein myndast, þrífst og vex þá verðum við alltaf hrædd við krabbamein.
Á meðan við leggjum litla áherslu á forvarnir og ábyrgð á eigin heilsu þá munum við alltaf horfa á okkur sem óheppin fórnalömb klukkuð úr slembiúrtaki ef við greinumst. Nei krabbamein er ekki bara í genunum.
Á meðan við leyfum markaðsvöldum að stýra neyslu okkar þá verðum við ekki heilbrigðari þjóð.
Á meðan öllum finnst í lagi og jafnvel fallegt að sjá "viðbjóð" klæddan í bleikan búning merktan slaufu í þágu sjúkdóms sem draga mætti úr með hollara matarræði þá erum við ekki að hugsa rökrétt.
Á meðan Krabbameinsfélagið þiggur styrki í þágu krabbameinsveikra í gegnum sölu á bleikum kökum, glassúrsnúðum og öðrum heilsuspillandi viðbjóði þá höldum við áfram í þeirri biluðu meðvirkni og afneitun sem við erum í gagnvart okkar eigin ábyrgð þegar það kemur að eigin heilsu. Við höldum áfram að normalisera óheilbrigðan lífstíl með lokuð augun og vonum að við verðum ekki “óheppin”.
Siðlaus feluleikur en algjörlega brillant aðferð fyrirtækja útfrá sjónarmiði markaðsetningar. Og Krabbameinsfélagið kikknar í hnjánum og hendir öllum sínum gildum útum gluggann. Þetta kallast “Pink Washing”!
Virkilega mótsagnakent ár eftir ár fyrir félag sem þykist vinna í þágu greindra og standa fyrir forvörnum. Svona pínu eins og að tannlæknar færu að senda börn út með sleikjó eftir skoðun..... en það er akkurat svona sem peningar virka. Ég upplifi ekki að Krabbameinsfélagið beri hag krabbameinssjúklinga eða framtíðarsjúklinga fyrir brjósti þegar söfnunarátök sem þessi fara af stað.
Það er nokkuð rótgróið norm fyrir marga að styðja við málefni krabbameins enda stertir það marga svo það þarf ekki að leggjast svona lágt!
Þetta á líka við um læknigarmeðferð við krabbameini. Við sjáum fólk sem ber hatta innan ólíkra stétta innan heilbrigðiskerfisins gera lítið úr óhefðbundum aðferðum til lækninga en raunin er sú að það er enginn vilji til að kynna sér neina þeirra. Gamla og síendurtekna rullan "Ekki eru til vísindalegar rannsóknir sem..." eru einu rökin, sem á sér engar stoðir.
Á meðan matarræði, jurtir og ýmsar styðjandi meðferðir gætu skipt sköpum í árangri til bata hvort sem það er meðfram lyfjameðferð eða öðru þá er svo mikil meðvirkni innan spítalanna að sjúklingar eru bara grey sem eiga bara að sýna sér "mildi", kaupa sér krabbameinsnærandi próteinsull með hilluendingatíma uppá fleiri mánuði til að þurfa alls ekki að leggja neitt á sig. Það skiptir auðvitað bara máli að borða hollt áður en maður greinist... svo skiptir það alltí einu engu máli??
Ég leyfi mér að setja útá þessa hluti hafandi greinst með krabbamein og hef upplifað meðferðarúrræði á eigin raun sem varð því miður ekki mín lækning. Hafandi upplifað taugaáfallið sem fylgir endurkomu krabbameins og tilfinningunni þegar voninni er kippt frá manni. Hafandi svo uppgötvað aðrar leiðir og upplifað jákvæða reynslu af óhefðbundum lækningum á eigin skynni, óskað þess að hafa uppgötvað það fyrr og lagt inn mikla vinnu og fjármagn til að heila mig en samt mætt kulda, hroka og fáeinum þröskuldum frá kerfinu.
Við höfum lítið aðgengi af mögulegum verkfærum eða úrræðum sem gætu aukið líkur á bata hjá einstaklingum með krabbamein.
Viltu sýna stuðning?
Besti stuðningurinn sem ég hef upplifað er þegar fjölskylda eða vinir hafa sniðgengið sykur í návist minni, hoppað á hráfæðivagninn með mér yfir tímabil eða sýnt matarræði mínu áhuga.
Þú ert hluti af samfélaginu. Ef þú vilt sýna stuðning eða leggja þitt af mörkum fyrir málstað krabbameins þá hvet ég alla til að verða ábyrgari neytendur. Tileinkaðu þér forvarnir, fyrir þig! Sniðgöngum sykur, sætuefni, keypta drykki með innihaldslýsingu sem þú skilur ekki og gjörunnin matvæli....líka þegar þau eru stimpluð með bleikri slaufu. Setjum met í ávaxta og grænmetisneyslu og normaliserum grænmeti á snarlbakkann með saumaklúbbnum. Settu svo þig í fyrsta sæti, fækkum streituvöldum, tölum um tilfinningar og hreyfum okkur!