MORGUN- & MILLIMÁL, SMÁRÉTTIR, Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL, SMÁRÉTTIR, Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir

Hollar kókoskúlur

Hollar kókoskúlur svo góðar að ég gerði bara engar aðrar í nokkur ár því mér fannst þessar fullkomnar. Þetta eru kókoskúlurnar sem fóru með mér á margar lyftingaæfingar. Kókoskúlurnar sem voru saklaust nesti til að byrja með en voru svo kókoskúlurnar sem lyftingafélagarnir og þjálfarar suðuðu mig um að koma með á æfingu. Eddie Berglund sem er heimsmethafi í bekkpressu í sínum þyngdarflokki gefur kúlunum toppeinkunn. Svo innilega skemmtilegar minningar sem koma upp í tengslum við þessar bestu kókoskúlur og fær mig til að sakna elsku svíþjóðar. Þessar eru ekki bara fyrir lyftingafólk heldur líka fullkomnar sem krakkanammi.

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Heimagert granóla með döðlum og kanil

Það jafnast ekkert á við heimagert granóla og ég tala nú ekki um hvað það eldhúsið ilmar á meðan það er í ofninum. Gott á jógúrt, á smoothie skálina eða bara í lófann og beint uppí munn. Svo hef ég líka stundum gefið svona granóla í gjöf í fallegri krús með slaufu og miða með innihaldi eða uppskrift.

Read More

Bananaíspinnar

Frosnir bananar umbreytast í algjört nammi þegar maður frystir þá. Mæli svo sannarlega með því að leika sér með frosna banana. Mæli með að útbúa svona pinna fyrir litla kroppa og kalla það ís. Það verður enginn svekktur því þetta er fullkominn krakkaís sem mömmurnar stelast í.

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Rauðrófusmoothie a.k.a járnbúst í glasi

Rauðrófusmoothie, sannkallað JÁRN- búst í glasi….eða krukku! Mér til mikillar gleði hefur þessi orðið vinsæll á meðal óléttra kvenna, allavega miðað við skilaboðin sem ég hef fengið. Ég mæli með að gefa þessum séns og ég lofa að þér mun finnast hann lúmst góður ef ekki geggjaður. Hann er löngu orðinn næstum daglegur hjá mér og Róbert minn elskar hann líka

Read More