Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Pataks linsupottréttur

Pataks linsupottréttur með basmati hrísgrjónum. Ódýrt og einfalt. Linsubaunir er frábærlega hollar og mjög auðvelt að nota þær í pottrétti. Til að einfalda lífið ennþá meira er svo frábært að nýta sér tilbúnar kryddblöndur eða paste eins og Madras Spice pasteið frá Pataks en það er mjög bragðgott og bragðmikið og við notum það mikið í pottrétti eða súpur.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Spicy Tófú spjót á grillið

Tófúspjót á grillið. Tófú er algjörlega mitt uppáhald og vel ég það framyfir allar þær kjötlíkis afurðir á markaðnum. Það er engin undantekning þegar það kemur að því að grilla en það má vel skella því á grillið og endalaust hægt að leika sér með marineringar. Hér erum við með tófúsprjót með spicy indversku þema, borið fram með hvítlauksjógúrsósu.

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Rauðrófusmoothie a.k.a járnbúst í glasi

Rauðrófusmoothie, sannkallað JÁRN- búst í glasi….eða krukku! Mér til mikillar gleði hefur þessi orðið vinsæll á meðal óléttra kvenna, allavega miðað við skilaboðin sem ég hef fengið. Ég mæli með að gefa þessum séns og ég lofa að þér mun finnast hann lúmst góður ef ekki geggjaður. Hann er löngu orðinn næstum daglegur hjá mér og Róbert minn elskar hann líka

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Rjómapasta með pestó

Pestópasta er eitthvað sem var mikið á mínu heimili þegar ég var lítil. Svo þægilegt að skella bara grænu pestói útá pasta og málið dautt. Hér er pestó pastað gert enn meira djúsí með því að útbúa rjómalagaða pestósósu með hvítlauk. Lífrænu grænu ólífurnar setja svo punktinn yfir i-ið en þær gera að mínu mati bara allt betra.

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Waldorfsalat

Waldorfsalat með pekan hentum, sellerí, eplum og vínberjum. Salat sem er ómissandi um jólin og þökk sé vegan úrvalinu í dag er ekkert mál að setja það í vegan búning.

Read More