MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Heimagerð lífræn möndlujógúrt

Ég hef reynt að borða sem mest basískt síðustu mánuði og möndlur hafa verið í uppáhaldi þar sem þær eru basískar. Ég geri möndlumjólk í hverri viku og langaði að prófa að gera jógúrt úr henni. Fyrstu tilraunir gáfu rosalega lítið hlutfall af þykkri jógúrt og mun meira af þunnum vökva eftir gerjunina. Það þýddi því ekki að hræra það saman nema vera með eitthvað til að binda. Ég prófaði mig áfram með chia en það varð bara alls ekki eins og ég vildi hafa það. Fyrr í vor sat ég fyrirlestra hjá náttúrulækni frá Perú þar sem hann talaði meðal annars um ýmsar jurtir og nefndi þar Tara gum sem er notað til þykkja ýmislegt…. það fyrsta sem ég hugsaði var Möndlujórtin!! Ég yrði að prófa að nota það til að þykkja hana og nýta hráefnið betur. Vá hvað þetta er magnað efni, 100% náttúrulegt og loksins varð jógúrtin eins og ég vildi hafa hana! Þetta er búið að vera skemmtilegt tilraunaverkefni og mun ég svo sannarlega gera þessa aftur og aftur og aftur. Vegan, basísk og lífræn jógúrt algjörlega án allra aukaefna.

Read More

Möndlukurl, salatkurl eða máltíðarkurl sem gefur máltíðinni þetta litla extra

Salatkurl er akkurat það sem þarf til að poppa upp hvaða salat sem er. Já eða í raun hvaða máltíð sem er, það er nefninlega líka gott t.d. útá dahl, súpur eða aðra pottrétti. Ég á nánast alltaf svona í krukku uppí hyllu. Ég nota þetta sérstaklega mikið á salöt þessa dagana bæði til að upphefja brögðin úr salatinu þar sem það er salt í kurlinu, en einnig til að bæta við auka fitu og skemmtilegu crunchi. Þetta er einmitt frábær leið til að bæta við látlausum kaloríum eða ofurfæðu og gera salatið meira saðsamt og fjölbreytt af næringu.

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

MöndluMæjó

Þessa dagana hef ég mikið verið að borða salöt. Lykillinn að góðu salati er góð dressing, ég hef því mikið verið að prófa allskonar dressingar til að gera salötin skemmtileg og fjölbreytt. Ágæt þumalputtaregla í dressingu er að hafa fitugjafa og eitthvað súrt, sætt og salt…. og svo má hugamyndaflugið hlaupa af stað. Fitugjafinn þarf ekki endilega að vera olía heldur er hægt að leika sér með hnetur, möndlur, fræ eða lárperu. Ég var oft að gera allskonar sósur úr kasjúhnetum en þar sem möndlur eru basískari hafa þær aðeins verið að heilla mig meira en hnetur þessa dagana.

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Heimagerð möndlumjólk með kanil og vanillu

Hver er besta jurtamjólkin? Tegundirnar eru orðnar margar sem hægt er að kaupa útí búð sem er frábært og margar hverjar mjög góðar. Að mínu mati er þó engin sem toppar heimagerða möndlumjólk og ef þú hefur gert hana einu sinni er mjög líklegt að þú gerir hana aftur… og aftur.

Það besta við heimagerða möndlumjólk er að þú veist nákvæmlega hvað er í henni og þú getur bragðbætt hana eins og þú vilt.

Hér er ein með kanil, vanillu og döðlu til að sæta. Hún er æðisleg ein og sér, útá grautinn, í smoothieinn eða til að nota á over nigh oats.

Möndlurnar eru lagðar í bleyti yfir nótt og er það til að vekja þær, það gerir næringarefnin aðgengilegri og auðveldari í upptöku. Hýðið er síðan fjarlægt en við það verða möndlurnar auðmeltanlegri ásamt því að mjólkin fær þessa fallegu hvítu áferð. Það þarf ekki að fjarlægja hýðið og vissulega inniheldur það næringarefni en talað er um að það innihaldi einnig tannin sem getur dregið úr upptöku næringarefnanna og verða þær einnig tormeltanlegri. Fyrir litla kroppa myndi ég mæla með að fjarlægja hýðið og þá myndi ég segja að þetta sé hin fullkomna krílamjólk sem inniheldur kalk, magnesíum, kalíum og er fiturík en þó laus við alla mettaða fitu.

Read More