Mjúkar kasjúostakúlur með sólþurrkuðum tómötum og chili
Kasjúostakúlur sem breyttu óspennandi grænmetisstrimlum yfir í óskasnarl hjá einum 8 ára. Henta sem “eftir-skólasnarl” en líka sem spennandi og ávanabindandi viðbót á veislubakkann. Osturinn hefur líka fengið að koma með sem nesti til útlanda og fékk að verða þykk dífa fyrir gulrótastrimla, smyrja á kexið og viðbót við salatið.