SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Kasjúhnetusmurostur með graslauk

Hér er á ferð algjörlega ruglaður smurostur, mínir bragðlaukar segja að hann toppi alla aðra smurosta hvort sem þeir séu vegan eða ekki. Ostinn má smyrja á brauðmeti eða kex eða setja útá pastað. Hann er æðislega mjúkur og fer í raun vel með nánast hverju sem er og hægt að nota hann sem ídýfu fyrir grænmeti eða snakk á góðu kósýkvöldi, já eða eins og á bakkanum á myndinni. Það besta við ostinn að hann inniheldur fá hráefni og er án allra aukaefna.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Sumarsalat með kasjúosti, vatnsmelónu og sítrónudressingu

Þetta hefur verið mitt uppáhalds sumarsalat síðan ég smakkaði svona salat á Raw veitingastað í Gautaborg þegar ég bjó þar. Ég man að ég gat ekki hætt að hugsa um þetta ferska salat sem þau buðu uppá og ég bara varð að endurskapa það í eldhúsinu mínu stax sömu vikuna. Þetta voru mín fyrstu kynni af kasjúosti og hann gefur þessu létta og ferska salati þessa extra fyllingu og skemmtilegan karakter.

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Jólalegt brokkólísalat með rauðkáli og trönuberjum

Jólalegt brokkólísalat. Mögulega eru það trönuberin sem gera það jólalegt … og grænu liturinn í brokkólíinu. Rauðkál er líka svolítið hátíðlegt grænmeti er það ekki? Þetta er allavega einstaklega ferskt og fallegt salat með vott af hátíðlegu bragði sem passar ofboðslega vel með jólamatnum sem stundum getur verið þungur og saltur. Þetta salat er auðvitað gott allan ársins hring en einhvernegin höfum við verið að tengja það við jólin síðustu ár.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Rótargrænmetisfranskar með spicy kasjúmæjó

Hollari franskar með chili mæjó úr lífrænum kasjúhnetum. Það getur verið ótrúlega skemmtilegt að skera allskonar rótargrænmeti í strimla, baka í ofni og borða eins og franskar. Ef þú hefur ekki prófað að baka rauðrófur í ofni með olíu og salti þá mæli ég með því að prófa það, þær gætu komið þér skemmtilega á óvart. Ég hef verið að leggja áherslu á að borða hreint matarræði, velja lífrænt og sniðganga öll aukaefni síðustu vikur og hef verið að vinna mikið með kasjúhnetur í dressingar og sósur. Kasjúhnetur eru frábærar í sósur, áferðin verður merkilega creamy og í þokkabót verður sósan full af næringu. Hér er ég með chili kasjú “mæjó” sem passar einstaklega vel með rótargrænmetisfrönskum.

Read More