MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Bleik engiferskot

Bleik engiferskot, þau þurfa alls ekki að vera bleik en mér finnst það skemmtilegra. Ég djúsa svo oft rauðrófur og til að fá bleika litinn vel ég að gera engiferskot í djúsvélinni beint á eftir rauðrófunum til að fá smá bleikan lit, það hefur engin áhrif á bragðið. Ég elska að eiga engiferskot í frysti og ég nota þau beint útí heitt vatn á morgnanna eða útí smoothie eða smoothieskálar sem er eiginlega nýja uppáhaldið mitt. Einn frosinn engifermoli útí blenderinn með hinu sem á að fara í smoothieskálina og hún verður extra fersk og það besta við það er að maður kemst upp með að setja meira af t.d. grænni ofurfæðu útí skálina þar sem engiferinn núllar bragðið út einhvernegin.

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Gulrótarsafi með ananas og túrmerik

Ég vona innilega að þú eigir djúsvél því mér finnst orðið svo ótrúlega gaman að mynda nýpressaðan djús. Ég er svo heilluð af svona einstaklega tærum og sterkum lit. En ferskur djús er líka orðinn fastur liður hjá mér á hverjum degi og þá er svo skemmtilegt að prófa nýjar samsetmningar. Hér kemur gulrótarsafi með sellerí, ananas, engifer, túrmerik og sítrónu. Mögulega er aðeins of langt síðan ég borðaði sykur EN þessi djússamsetning framkallaði bragð sem minnti mig í stutta stund á karamellu. Bragðið kom svo sannarlega á óvart og ég get engan vegin skilið hvaða galdrar áttu sér stað í vélinni minni.

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Grænn og basískur

Mér finnst gott að byrja daginn á einhverju vel grænu og fersku. Margir kannast við að fólk drekki vatn með sítrónu á morgnanna meðal annars til að koma kerfinu af stað en sítrónuvatn hefur einnig þau áhrif að hækka ph gildi vatnsins sem hefur góð áhrif á líkamann. Þessi drykkur gerir einmitt það sama auk þess að við fáum styrkjandi blaðgrænu sem eflir lifrina við að skila út eiturefnum og steinefnasölt og

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Grænn ferskpressaður safi með myntu

Þessa dagana er ég að taka til í kroppnum og endurstilla kerfið. Áherslan er að létta á meltingunni og gefa líffærunum sem hafa verið undir miklu álagi auka búst og aðstoð við að sinna sínu. Lifrin hefur verið undir sérstöku álagi núna eftir lyfjamerðferðina en hún gegnir mikilvægu hlutverki þegar það kemur að því að hreinsa líkamann, ég hef því lagt sérstaka áherslu á að byrja daginn með lifrina í huga. Lifrin er háð vítamínum og steinefnum til að geta skilað út úrgangsefnum. Hér er æðislega ferskur vítamínríkur safi sem gefur gott start inní daginn og er æðislega ferskur og bragðgóður. Ég kýs að velja íslenskt hráefni eða lífrænt í safann.

Read More