Smáréttir (Sides) Hildur Ómarsdóttir Smáréttir (Sides) Hildur Ómarsdóttir

Sæt hátíðarmús

Meðlætið á aðfangadag er ekki síður mikilvægt en aðalrétturinn. Sætkartöflumús er eitt af þeim meðlætum sem mér finnst algjörlega ómissandi á aðfangadag með hnetusteikinni okkar. Samt ekki bara venjuleg sætkartöflumús heldur okkar hátíðarmús með sítrónu og hvítlauk sem gerir einhvern ótrúlegan karakter sem svo passar svo frábærlega vel við mildu hnetusteikina okkar og sveppasósuna. Við maukum hana svo í matvinnsluvél svo hún verði silkimjúk og gjörsamlega bráðnar í munninum.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Rótargrænmetisfranskar með spicy kasjúmæjó

Hollari franskar með chili mæjó úr lífrænum kasjúhnetum. Það getur verið ótrúlega skemmtilegt að skera allskonar rótargrænmeti í strimla, baka í ofni og borða eins og franskar. Ef þú hefur ekki prófað að baka rauðrófur í ofni með olíu og salti þá mæli ég með því að prófa það, þær gætu komið þér skemmtilega á óvart. Ég hef verið að leggja áherslu á að borða hreint matarræði, velja lífrænt og sniðganga öll aukaefni síðustu vikur og hef verið að vinna mikið með kasjúhnetur í dressingar og sósur. Kasjúhnetur eru frábærar í sósur, áferðin verður merkilega creamy og í þokkabót verður sósan full af næringu. Hér er ég með chili kasjú “mæjó” sem passar einstaklega vel með rótargrænmetisfrönskum.

Read More